Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 26. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 05:14 0 0°C
Laxárdalsh. 05:14 0 0°C
Vatnsskarð 05:14 0 0°C
Þverárfjall 05:14 0 0°C
Kjalarnes 05:14 0 0°C
Hafnarfjall 05:14 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
20. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Pistlar | 05. ágúst 2016 - kl. 16:47
Að sækja vatnið yfir bæjarlækinn
Eftir Bjarna Jónsson

Heilbrigðismálin eru í brennidepli. Undirskriftasöfnunin Endurreisum heilbrigðiskerfið, þar sem tæp 87 þúsund manns hafa ritað nafn sitt undir, sýnir ótvírætt að landsmenn vilja heilbrigðismálin í forgang. Áhersla þeirrar undirskriftasöfnunar var einkum á byggingu nýs Landspítala og á sérhæfða læknisþjónustu. Það skiptir máli fyrir alla landsmenn að góð sérhæfð læknisþjónusta á samfélagslegum grunni sé til staðar á þjóðarsjúkrahúsi í Reykjavík sem allir landsmenn geta gengið að. Hafa verður þó í huga að hér er aðeins um hluta heilbrigðisþjónustunnar að ræða - þó mikilvægur sé. Annar þáttur heilbrigðismála, sem er ekki síður mikilvægur, snýst um um nærþjónustu. Hann felst í því að geta sótt þjónustu og aðstoð með hægum hætti frá sínu heimili. Því miður virðist þessi þáttur heilbrigðisþjónustunnar hafa setið á hakanum á síðari árum Þetta eru hins vegar mál sem brenna mjög á fólki á landsbyggðinni sem oft þarf að fara langar vegalengdir til þess að sækja þjónustu sem flestir landsmenn telja sjálfsagða.

Þjónustunni hagrætt burt úr heimabyggðum

Gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu ræður miklu um búsetu fólks. Gildir það jafnt um barnafjölskyldur og eldri borgara, sem gjarnan á efri árum þurfa að búa sem næst góðri læknisþjónustu. Staðreyndin er sú að niðurskurður síðustu ára hefur bitnað einna verst á heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni sem hefur meðal annars leitt til þess að íbúar margra byggðarlaga hafa séð á bak heilu þjónustusviðunum af heimavettvangi. Raunar virðist hér mega einnig kenna um víðtækum og ómarkvissum skipulagsbreytingum á landsvísu þar sem stofnanir hafa verið sameinaðar eða lagðar niður og heilu deildunum hagrætt burt úr héruðunum. Samfélögin hafa misst vel menntað og hæft starfsfólk. Í þeirri umræðu sem nú fer fram er mikilvægt að endurskoða og meta upp á nýtt heilbrigðisþjónustuna á landsbyggðinni og finna leiðir til að styrkja hana á ný og treysta öryggi hennar og gæði fyrir íbúana.

Heilbrigðisþjónustan er fyrsta mál íbúanna

Með nýjum heilbrigðislögum frá 2003 var það ólukkuspor stigið að leggja niður sjúkrahússtjórnirnar í héraði. Þar með var skorið á tengsl og aðkomu heimamanna að stjórnun og forgangsröðun þessara mikilvægu þjónustustofnana. Þá var hugtakinu þjónusta breytt í rekstur og innleidd önnur lögmál hins frjálsa markaðar. En þrátt fyrir harðneskju markaðshyggjunnar er það þó áfram umhyggja, hlýja og nánd heilbrigðisstarfsfólksins sem skiptir sjúklinginn hvað mestu máli. Sú hlýja er ríkulega veitt af því góða fólki sem vinnur í heilbrigðisþjónustunni. En þolmörkum starfsfólksins eru einnig takmörk sett og álagið illbærilegt eins og umræðan ber rækilega vitni um.

Dýrt að sækja allt suður

Nýtt greiðsluþátttökukerfi almennings fyrir heilbrigðisþjónustu var samþykkt á alþingi sl. vor og tekur gildi í febrúar á næsta ári. Markmið breytinganna er að setja hámark á greiðslu einstaklings fyrir heilbrigðisþjónustu og gengur hún nokkuð lengra en afsláttarkerfið sem er í gildi nú. Teknir eru fleiri þættir inn eins og talþjálfun, sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun. Það er allt saman gott og blessað en ákvörðun um greiðsluþakið fylgdu engir nýir peningar heldur átti það að nást með tilfærslum á milli sjúklinganna og annarra notenda heilbrigðiskerfisins sjálfs. Kerfisbreytingin gerir því ráð fyrir mikilli hækkun á komum til sérfræðinga og í raun stóraukna gjaldtöku á þá sem fara sjaldan til læknis.

Inni í þessu greiðsluþaki er ekki kostnaður vegna lyfja, sálfræðiþjónustu, tannlækninga, hjálpartækja né ferða vegna heilbrigðisþjónustu en þetta er kostnaður sem getur hlaupið á tugum eða hundruðum þúsunda, ekki síst hjá landsbyggðarfólki.

Samdráttur í framboði á heilbrigðisþjónustu í heimabyggð og sérhæfðri læknisaðstoð ásamt nýjum lögum sjúkratrygginga getur því lagst með auknum þunga á íbúa landsbyggðarinnar. Í greinargerð með frumvarpinu eða umsögnum sem bárust er hvergi minnst á hvernig þessi kerfisbreyting kemur við landsbyggðarfólk.

Spurning um jafnan rétt og öryggi allra landsmanna

Ferðakostnaður, tími, vinnutap, dvalarkostnaður - allt leggst á landsbyggðarfólk með auknum þunga. En það er einmitt þessi kostnaður sem er verulega íþyngjandi fyrir landsbyggðarfólk og eykur mismunun milli íbúa landsins í aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Allir skulu þó eiga sama rétt til þessarar þjónustu á sömu kjörum, óháð búsetu, bæði samkvæmt stjórnarskrá og lögum um heilbrigðisþjónustu.

Mikilvægt er að Íslendingar geti nýtt sér framfarir í læknavísindum til að byggja upp þá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á. Á landsbyggðinni verður það æ meiri spurning hvort þjónustan er til staðar eða ekki og hvort íbúunum er gert kleift að sækja sér þá sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem þeir þurfa á að halda og geti nýtt sér á jafnréttisgrunni. Það vita allir sem hafa reynt á eigin skinni að gott aðgengi að heilbrigðisþjónustu er ein helsta forsenda fyrir áframhaldandi sterkri byggð um landið allt. 

Bjarni Jónsson

Höf. rzg
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 22:20
Síðdegis á laugardaginn er upplagt að kíkja í heimsókn til listamannanna í Nesi listamiðstöð á Skagaströnd. Hægt er að skoða og spjalla um verk þeirra og njóta fjölbreyttrar og skapandi tjáningar, þar á meðal teikninga, málverka, bókmennta og kvikmynda. Allir eru velkomnir á laugardaginn 27. apríl klukkan 16-18 að Fjörubraut 8.
Glaðheimar
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Ingimar Emili Skaftason. Ljósm: Lisa Halterlein
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 21:19
Eins og flestir vita þá lenti Ingimar Emil Skaftason í alvarlegu slysi í Þýskalandi þann 28. mars sl. Hann er byrjaður í endurhæfingu en þurfti að fara í þriðju aðgerðina í morgun 25. apríl. Þessu fylgir mikill kostnaður og því hefur verið hrundið af stað söfnun fyrir hann.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:33
Húnahornið óskar Húnvetningum sem og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Takk fyrir veturinn.
Tilkynningar | 25. apríl 2024 - kl. 09:30
Frá sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur Þingeyrasóknar verður haldinn í Klausturstofu mánudaginn 29. apríl nk. klukkan 20:00. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður m.a. rætt um viðhald og lýsingu í kirkjugarði og sumaropnun kirkjunnar. Það er ósk okkar að sem flestir mæti og taki þátt í umræðum um kirkjuna okkar og annað það sem betur má fara í kirkjulegu starfi.
Fréttir | 25. apríl 2024 - kl. 00:30
Hljómsveitin Löður ásamt listamanninum Balduuuuur.
Ungmennafélagið Hvöt og Hljómsveitin Löður ásamt listamanninnum Balduuuuur hafa gefið út stuðningsmannalagið Áfram Hvöt. Lag og texti eru eftir Einar Örn Jónsson sem vart þarf að kynna fyrir íbúum Húnabyggðar. Þá syngur Baldur Einarsson, sonur Einars Arnar, lagið. Útsetning lagsins var í höndum þeirra beggja.
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 13:50
Nöfn Pálínu Fanneyjar Skúladóttur og Harðar Gunnarsson voru dregin upp úr potti í tengslum við kosningu á fimm tillögum af slagorði fyrir Húnaþing vestra. Þátttakendur í kosningunni gátu skráð netfang sitt og tekið þátt í happdrættinu og í boði var 10 þúsund króna gjafabréf á veitingastað í sveitarfélaginu. Pálína og Hörður völdu gjafabréf á Northwest í Víðigerði. Slagorðið sem varð hlutskarpast er Lifandi samfélag og hefur sveitarstjórn samþykkt tillöguna.
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá Bjarmanesi á Skagaströnd. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:49
Í gærkvöldi sóttu vettvangsliðar á Skagaströnd fræðslu um ofbeldi í nánum samböndum, einkenni þess og mögulegar birtingarmyndir. Fræðslan var á vegum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra en unnin í nánu samstarfi við félagsþjónustu svæðisins. Fleiri einingar viðbragðsaðila í umdæminu munu sitja sams konar fræðslu á næstu vikum, að því er segir á facebooksíðu lögreglunnar. Fræðslan í kvöld fór fram í Bjarmanesi þar sem eitt sinn var lögreglustöð.
Fréttir | 23. apríl 2024 - kl. 10:42
Árlegir vortónleikar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga eru framundan enda vorið og sumarið á leiðinni í Húnavatnssýslurnar. Fyrstu tónleikarnir fara fram í Blönduóskirkju þriðjudaginn 30. apríl klukkan 20 en þar koma fram söngnemendur úr Húnabyggð. Þriðjudaginn 7. maí klukkan 17 verða tónleikar í Hólaneskirkju og þar koma fram hljóðfæra- og söngnemendur úr Skagabyggð og frá Skagaströnd.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:30
Aðalfundur Stéttarfélagsins Samstöðu 2024 verður haldin mánudaginn 29.apríl klukkan 18:00 í sal Samstöðu, Þverbraut 1 á Blönduósi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.
Tilkynningar | 23. apríl 2024 - kl. 10:26
Frá stjórn
Aðalfundur Styrktarsjóðs Húnvetninga verður haldinn að Þverbraut 1 (Samstöðu) klukkan 17:00 fimmtudaginn 2. maí næstkomandi. Venjuleg aðarfundarstörf.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 21:23
Frá Kvenfélagi Svínavatnshrepps
Kvenfélag Svínavatnshrepps hélt upp á 150 ára afmæli sitt 20. apríl sl. Var öllum kvenfélagskonum í Austur Húnavatnssýslu boðið í kaffi í Dalsmynni. Þar var mikil kökuveisla sem einkenndist af því að hafa kaffibrauð sem hugsanlega hefði getað verið á borðum er kvenfélagið var stofnað. Fyrir tíu árum þegar kvenfélagið varð 140 ára héldu konur í félaginu hóf og einnig handverkssýningu í Dalsmynni.
Fréttir | 21. apríl 2024 - kl. 18:37
Hátíðarhöld í tilefni sumardagsins fyrsta á Hvammstanga í ár verða enn fjölbreyttari en áður. Hátíðin er haldin af Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra í samstarfi við Hestamannafélagið Þyt og hefst með ókeypis sirkussýningu í Þytsheimum klukkan 12:00, fimmtudaginn 25 apríl. Síðan verður haldið upp á sumardaginn fyrsta á hefðbundinn hátt með skrúðgöngu frá Reiðhöllinni Þytsheimum klukkan 14:00.
Bréf Margrétar á Hóli
Bréf Margrétar á Hóli
Pistlar | 20. apríl 2024 - kl. 16:59
73. þáttur. Eftir Jón Torfason
Stjórnarherrar landanna höfðu í aldanna rás lengstum ekki mikil afskipti af þegnum sínum, létu sér nægja að hirða af fólki hluta af þeim arði sem það framleiddi og krafði svo með nokkuð jöfnu millibili hluta af karlpeningnum til þjónustu í herjum sínum til vígaferla og ránsferða. Auk þess höfðu stjórnvöld mikinn áhuga á að segja fólki á hvað það skyldi trúa. Heilbrigðismál, skólamál og félagsþjónusta komu lítið inn á borð stjórnarherranna en var á vegum einstaklinga og ættmenna, kirkjunnar og, a.m.k. á Íslandi, hreppa.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið