Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Þriðjudagur, 16. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 19:09 0 0°C
Laxárdalsh. 19:09 0 0°C
Vatnsskarð 19:09 0 0°C
Þverárfjall 19:09 0 0°C
Kjalarnes 19:09 0 0°C
Hafnarfjall 19:09 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Úr A-Hún.
Úr A-Hún.
Pistlar | 23. september 2016 - kl. 11:47
Stökuspjall: Yndi af sumarblíðu
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Ein öndvegisbóka í húnvetnskum fræðum eru skrif Erlendar Guðmundssonar frá Mörk á Laxárdal og lifandi eru myndirnar sem hann dregur upp: Af messuferð að Blöndudalshólum, annarri að Bólstaðarhlíð þar sem drengurinn fór að kjökra í hnakknum sínum, þegar foreldrarnir létu klárana kasta toppi á Blöndueyrunum utan við Æsustaði. Erlendur rifjar upp gestakomur að Mörk, einnig þegar ærnar þrjár vantaði og smalinn varð af kaupstaðarferðinni, og síðar ferð norður á Sauðárkrók þar sem hann sá fyrst konuefni sitt, sögur af gáfum Jóns bróður hans og hve hann sjálfur var latur að læra að lesa og nema kristindóminn, en ekki „alls ólíklegur til bókar mætti hann ráða hvað hann las." 

Erlendur segir frá eftirhermum og skemmtunum á Laxárdal:„Hagyrðingar skemmtu og með vísum sínum og kvæðum, en þeir voru álitnir auðnulitlir, eins og segir í vísunni: Að yrkja kvæði ólán bjó/eftir flestra sögu." Auk þess að lýsa húsum, búskap og afkomu fjölskyldunnar á Laxárdalnum, sýnir höfundur lesendum inn í hugarheim íslenska bóndans sem nauðugur flutti vestur um haf til að halda saman fjölskyldu sinni, en saknaði einlægt heimahaganna sem hann endurskapaði í ritum sínum og varð þannig veitandi sveitungum heima í Húnaþingi á 21. öldinni. Bókin hans heitir Heima og Heiman og þar er vísur að finna sem hafa ratað inn á Húnaflóa – vísnavef en sögusvið bókarinnar fær mest rými á Merkurárum þessarar samhentu fjölskyldunnar.

Í harðbýlum byggðum Laxárdals voru stakan og stemman í hávegum höfð eins Silfurplötur Iðunnar eru til marks um. Þar eru 200 stemmur skráðar og kveðnar. Til Árna gersemis, sem fæddur er á Mörk, er þar vitnað með þrjár fyrstu stemmurnar í bókinni og ýmsir fleiri Laxdælingar eiga þar stemmur. Frá Mánaskál er Torfi Sigurðsson og orti:

Laxárdal er lagt til meins
lögin élja stríðu
en hvergi finn ég annað eins
yndi af sumarblíðu.

Á Núpsöxl fæddist Guðríður B. Helgadóttir, bjó ung syðra við nám, störf og kvæðamennsku í Iðunni en síðan lengi í Blöndudal og tekur enn þátt í viðfangsefnum samtíðar sinnar. Vísan hennar heitir Á flugi:

Upp í bláan undrageim
örþots gnáin hnitar.
 – Eins og táin ullardreif
undir láin titrar.

Halldór Snæhólm bjó á Sneis. Hann kvað:

Eygló skyggnir skýjabök,
skapar nýjan þrótt í blómin.
Vorsins fugl með vængjatök
vefur hlýjan streng í róminn.

Höfuðskáld sveitar sinnar Rósberg G. Snædal, var fæddur í Kárahlíð en síðar fluttist fjölskyldan að Hvammi á Laxárdal. Hann málar fagra mynd við tjörn fyrir fermingarbörnin Fífil og Fjólu sem kyssast í Steinamó.

Sefgrænir bakkar, silfurgáruð tjörn,
sundfuglakvak og mosabrúnar skriður.
Valllendisgrundir, steinbyrgi og börn.
Búsmali í hlíðum, foss og lækjaniður.

Baldvin skáldi var vinnumaður bæði á Fjósum og í Þverárdal áður en hann hvarf til Vesturheims:
Daggar bletti blikar á.
Blómin létt í sporum.
Ánægð rétta arma þá
upp úr klettaskorum.

Vitnað er til:
Erl. Guðm. Um búhætti foreldra hans: http://stikill.123.is/blog/record/337776/
Wikipedia: https://is.wikipedia.org/wiki/Lax%C3%A1rdalur_fremri
Jónas Kristjánsson – bæjarröðin á Laxárdal: http://www.jonas.is/laxardalur/
Torfa frá Mánaskál: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=27742
Guðríðar í Austurhlíð: http://bragi.info/hunafloi/hofundur.php?U=g0&ID=17505
Halldórs Snæhólm: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=13352
RGSnædal.: Í Tjarnarskarði: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?U=r0&ID=4067 
Baldvins Halldórssonar: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=8319

Eldra stökuspjall:
Sálarkufl úr sólskini: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13068
Sál mín þyrst í ljóð og list: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=13020
Að læra af þeim sem lífsins tónum náðu: http://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=12975 
Undir penna sestur: http://www.huni.is/index.php?pid=32&cid=12944
Vatn í læk og á http://www.huni.is/index.php?cid=12820
Öxlin gnæfir yfir Þingið: http://www.huni.is/index.php?cid=12707  
Svellar að skörum: http://www.huni.is/index.php?cid=12430

Ingi Heiðmar Jónsson 

Höf. rzg
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 14:48
Tilkynning frá Háskólanum á Hólum
Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Glaðheimar
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:32
Sveitarfélagið Skagaströnd heldur íbúafund í Fellsborg miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Á dagskrá eru fjölmörg mál eins og staðan á hafnarframkvæmdum, breyting á námsstofu, sorpmál, vinnuskóli, gjaldskrár og kjarasamningar.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:27
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, sem lét af störfum 1. desember síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:17
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra
Aðalfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2024 klukkan 14:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla og tillögur ferðanefndar og margt fleira. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður gestur fundarins. Kaffiveitingar að hætti kaffinefndar. Nýir félagar ávallt velkomnir.
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:13
Frá stjórn
Aðalfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi verður haldinn í fundarsal HSB föstudaginn 26. apríl næstkomandi klukkan 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fréttir | 15. apríl 2024 - kl. 09:43
Knattspyrnulið Kormáks Hvatar mætti í Fífuna í Kópavogi í gær og spilaði gegn Augnabliki í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór fjörlega af stað og vel fyrir gestina því Papa Diounkou Tecagne skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Heimamenn voru ekki lengi að svara með marki á 13. mínútu og öðru marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Augnablik. Í seinni hálfleik voru skoruð fjögur mörk, þrjú af heimamönnum og einn af gestunum, en það gerði Kristinn Bjarni Andrason. Leikurinn endaði því 5-2 fyrir Augnablik.
Kórinn á Blönduósi 1939
Kórinn á Blönduósi 1939
Pistlar | 14. apríl 2024 - kl. 17:16
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Úr dagbók Jónasar Tryggvasonar í Finnstungu fyrir 79 árum: Sun. 8. apríl 1945: Bar lítið til tíðinda. Skagfirska skáldkonan Ỏlína Jónasdóttir er sextug í dag. Vísur hennar eru löngu landfleygar og á hvers manns vörum, þess er yndi hefur af snilld fagurrar stöku. Ég hef ekki, svo ég muni til, heyrt vísu eftir Ỏlínu, sem ekki hafi verið vel gerð, en meiri eða minni snilldarbragur er á þeim flestum ...
Pistlar | 13. apríl 2024 - kl. 16:15
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:27
Þrítugasta og annað ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var haldið á fimmtudaginn í Félagsheimilinu á Blönduósi og heppnaðist vel, að því er segir á vef samtakanna. Góð mæting var á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjölbreytt og áhugaverð erindi voru flutt og ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt. Fram kemur á vef SSNV að frekari upplýsinga er að vænta um það sem fram fór á þinginu.
Frá undirskrift samningsins. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Frá undirskrift samningsins. Mynd: FB/Aðdáendasíða Kormáks
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:16
Stjórn meistaraflokks Kormáks Hvatar og veitingastaðurinn Sjávarborg á Hvammstanga hafa skrifað undir samning um að Hvammstangavöllur í Kirkjuhvammi beri nafn Sjávarborgar í sumar. Þetta er fyrsta sinn sem knattspyrnuvöllurinn ber nafn styrktaraðila, að því er segir á Aðdáendasíðu knattspyrnuliðsins Kormáks-Hvatar á Facebook. Í sumar fara fjórir meistaraflokksleikir fram á Sjávarborgarvellinum, auk leikja í yngri flokkum.
Ný stjórn Blöndu. Mynd: FB/Bjf.Blanda
Ný stjórn Blöndu. Mynd: FB/Bjf.Blanda
Fréttir | 12. apríl 2024 - kl. 13:25
Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu var haldinn í vikunni og að því er fram kemur á facebooksíðu félagsins var mæting félaga mjög góð, bæði hjá gömlum og nýjum. Þar segir að starf félagsins gangi mjög vel sem og rekstur þess. Húsnæði félagsins hafi tekið til sín mikinn tíma félaga en nú sé markmiðið að efla starfið enn frekar. Ný stjórn var kosin á fundinum og var þeim sem stigu til hliðar færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.
Fréttir | 11. apríl 2024 - kl. 15:20
Ekki liggur fyrir hvenær boðað verður til íbúakosninga um sameiningu Húnabyggðar og Skagabyggðar en til stóð að hún færi fram í þessum mánuði og að sameining tæki gildi 1. júní næstkomandi, yrði hún samþykkt. Samstarfsnefnd um sameininguna, sem skipuð er átta fulltrúum, fjórum frá hvoru sveitarfélagi, hefur það verkefni að skipuleggja sameiningarvinnuna, m.a. að setja upp verk- og tímaáætlun og leggja fram sameiningartillögu.
Tifsög og hjartastuðtæki. Myndirnar eru frá vefsíðum skólanna.
Tifsög og hjartastuðtæki. Myndirnar eru frá vefsíðum skólanna.
Fréttir | 11. apríl 2024 - kl. 14:48
Kvenfélagið Freyja færði nýverið Grunnskóla Húnaþings vestra hjartastuðtæki að gjöf. „Gjöfin mun vonandi aldrei koma að notum en við erum þó svo þakklát fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem er mikilvæg viðbót í öryggisbúnað skólans,“ segir á vef hans. Höfðaskóli á Skagaströnd fékk líka gjöf nýverið, frá foreldrafélagi skólans, en það voru tvær tifsagir, „sem munu koma sér vel líkt og styrkurinn til bókakaupa gerði í haust,“ segir á vef skólans.
Fréttir | 11. apríl 2024 - kl. 13:57
Skákmót Skagastrandar 2024 fór fram í síðasta mánuði en ekki hefur verið keppt um titilinn skákmeistari Skagastrandar í meira en áratug. Átta skákmenn tóku þátt í mótinu sem lauk þannig að Martin Krempa sigraði með sex vinninga. Hann keppti sem gestur á mótinu og því varð Lárus Ægir Guðmundsson krýndur skákmeistari Skagastrandar með fimm vinninga. Einkahlutafélagið H-59 stóð að mótinu og var það opið öllum.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið