Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Fimmtudagur, 18. apríl 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Apríl 2024
SMÞMFL
31123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
2829301234
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 22:03 0 0°C
Laxárdalsh. 22:03 0 0°C
Vatnsskarð 22:03 0 0°C
Þverárfjall 22:03 0 0°C
Kjalarnes 22:03 0 0°C
Hafnarfjall 22:03 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
14. apríl 2024
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
13. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
10. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
07. apríl 2024
72. þáttur. Eftir Jón Torfason
07. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
02. apríl 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Pistlar | 28. desember 2016 - kl. 12:01
Stökuspjall: Lögð var Ögn í lófa mér
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

Á skólaárunum félaga minna við MA á Akureyri ríkti mikil tilhlökkun þegar leið á jólaföstuna, kannski var einhver af Blönduósstrákunum farin að safna í kálf um miðjan desember og allir vildu fá far með kálfinum, við vorum svo mörg af húnvetnska berginu í árganginum ´66 að fljótlegt var að fylla bílinn og svo var ekið vestur Öxnadalsheiði síðasta kennsludaginn í stað þess að bíða morguns og Norðurleiðarrútunnar.

Nú er komin strætóöld og við hefðum getað tekið seinni vagninn um fjögurleytið frá Hofi en Blönddælirnir þyrftu þó að láta sækja sig í Varmahlíð í stað þess að stíga af við Svartárbrú. Það munar einum 25 km en nú brunar Strætó fjórum sinnum á dag gegnum Krókinn, yfir Þverárfjallið og niður Norðurárdalinn og allt horfir þetta til framfara nema bilið virðist ætla að halda áfram að breikka milli borgar og sveitar. Hafa þó báðir fjölmargt að sækja hins. Og frekar skulum við tengja en sundra. Eljusemi þeirra sem halda úti vefsíðunni Húnahorni fá Húnvetningar seint fullþakkað. Hvar finnum við öflugra tengi?

Fyrir nokkrum árum kom háskólakennari frá Akureyri á sögufélagsfund vestur á Gauksmýri. Hann trúði okkur fundarmönnum fyrir því hvað hann héldi mikið upp á þessa vefsíðu og jafnan væri fyrsta morgunverkið hans væri að opna hana til að sjá hvort þar væri nokkuð nýtt. Þá hafði ritari ekki skrifað þar orð til birtingar. Nokkru síðar varð hann organisti við Blönduóskirkju og þóttist sjá að brýnt væri að minna sóknarmenn á þeirra stóru og fallegu kirkju. Hann fór þá að skrifa organistapistla í Húnahornið til þess arna.

Það hljómar fallega í kirkjunni og góður er kórinn sem æfir þar vikulega og syngur á sunnudagsmorgnum. Og það er af því góða að koma saman þó við gerum lítið meira en bjóða nágrannanum góðan daginn. Tvisvar í viku hittast Húnvetningar í kjallaranum á Hnitbjörgum. Þegar þeir koma á eftirlaunaaldur fara þeir að sækja þangað til að spila eða til að gera eitthvað fallegt í höndunum. Svo er drukkið kaffi um nónbil. Þá er tilvalið að slást í hópinn og kaupa sér kaffi og rabba við næsta mann.

Núna á jólaföstunni kom hún Katharina á Bókasafninu til að segja gestunum frá nýju bókunum. Enn eru ónefndir menningarstaðir í þeim góða Blönduósbæ, sem eru Kvennaskólinn, Grunnskólinn og Sundlaugin með gestum sem masa í heita pottinum eftir að hafa tekið sér kalt bað í kerinu. Og súpa kaffisopa í boði hússins meðan þeir renna augum yfir glæsimyndir sem skreyta veggi anddyris, teknar af Róbert umsjónarmanni Íþróttahallarinnar. 

Skammt utan við Blönduós er jörðin Lækjardalur sem skiptist áður í Efri- og Neðri-Lækjardal. Í Efri-Lækjardal bjó ættfaðirinn Jóel um 1800 og varð tengdafaðir Vatnsnesskáldsins Guðmundar Ketilsson. Guðmundur orti um elsta barn þeirra hjóna, dótturina Ögn:

Á þann fjórða október
átján hundruð tuttugu og sjö
lögð var Ögn í lófa mér.
Leiði oss Drottinn bæði tvö.

Aðra vísu Guðmundar hafði Jósefína amma mín hafði stundum yfir en þar talar hann við steinana:

Þegar nafn mitt eftirá
allra þögn er falið,
Illugastaða steinar þá
standið upp og talið.

En Guðmundur lætur steinana svara sér í hæðnistóni og þeir kalla hann Gvend:

Engin voru verk hans góð,
en víða hálfmynd nokkur.
Gvendur heitinn hefur þjóð
hnoðað brauð af okkur.

Guðmundur yrkir ljóðabréf til bróður síns Natans, bréfið hefur geymst í Eyjafirði, er nú á Amtsbókasafninu á Akureyri og þrettánda vísan úr því bréfi hefur véfréttarlegt yfirbragð enda hefur hún eignast sitt eigið líf, finnst í vísnabókum sem sjálfstæð staka:

Vertu frændi var um þig
von er eftir svikunum
heima átt þú á höggstöðum
hætt er vígabrandinum.

Ljóðabréfið er ársett 1815, meira en áratug fyrir morðin á Illugastöðum sem lifa enn í vitund þjóðarinnar rétt eins og frásagnir af helför Staðarmanna yfir Kjöl haustið 1780. Lengra aftur í aldir seilist skáldið frá Hamri í nýrri ljóðabók sinni. Bók Þorsteins heitir Núna og þar kynnir skáldið stuttaralega ljóð sitt Arfleifð:„Þess er naumast þörf að útskýra stöðu Grettis í þessu ljóði og þá ekki heldur djáknans á Myrká sem „átti hest gráföxóttan." Dísa kennd við Dalakofa, upphaflega í alkunnu söngljóði Davíðs Stefánssonar, hefur um langt skeið átt áberandi allt, að því þjóðsögulega hlutdeild í íslenskum menningararfi."

Arfleifð

Staðleysa þykja mér
stálmenni, vélgenglar, skjástirni

svo lengi sem manneskjur
ösla blóðið
í æðum mér

stignar fram
úr tíbrá tímans:

Grettir
djákninn
og Dísa!

Til Dalakofans
með útsýn yfir eyjar
er ekki nema spölur
að fara á þeim föxótta ...  Þorsteinn frá Hamri/Núna bls. 36

En hægt gengur ritara að finna þann tón sem fær morgunþunga sóknarmenn til að taka sér kirkjuferð á hendur. En þeim leiðist ei sem leitar! Róbert ljósmyndari og kollegi hans Blönduósingurinn Skarphéðinn Ragnarsson sýna okkur með myndum sínum fegurð sandsins, flóans og fjallanna, en skáldin á síðustu öld meitluðu myndir sínar í stuðla. Þóra frá Kirkjubæ flutti til borgarinnar en leitar kyrrðar hjá æskuminningum úr Norðurárdal:

Stillt blikar jólastjarna.
Stafar helgi og frið.
Vekur mildi í manna hjörtum
og minning um horfið svið.

Vísað er til:
Íþróttamiðstöðin Blönduósi: http://imb.is/
Vísur úr heimahéraði frá Bragaþingi/hagyrðingamóti 2007 á Blönduósi: http://stikill.123.is/blog/2007/08/20/139201/
Agnarvísa Guðm. Ketilssonar: http://bragi.info/hunafloi/visur.php?VID=28049
Um Guðmund Ketilsson e. Björn Sigfússon: http://stikill.123.is/blog/record/514230/
Hornbjarg: http://jonas.ms.is/ljod.aspx?ljodid=399&nafna=H
Jólanótt: http://bragi.info/hunafloi/ljod.php?ID=4902

Ingi Heiðmar Jónsson
 

Höf. rzg
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Helgi Haukur Helgason, framkvæmdastjóri Bríetar og Unnur Valborg Hilmarsdóttir, sveitarstjóri Húnaþings vestra. Mynd. hunathing.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:37
Húnaþing vestra og Leigufélagið Bríet hafa undirritað viljayfirlýsingu um uppbyggingu leiguíbúða í Húnaþingi vestra. Í yfirlýsingunni lýsa aðilar yfir vilja til samstarfs um uppbyggingu leiguíbúða í sveitarfélaginu auk þess sem Húnaþing vestra leggur til íbúðir í sinni eigu í gegnum svokölluð yfirtökuverkefni. Viljayfirlýsing þessi kemur til viðbótar samkomulagi sem undirritað var á dögunum milli innviðaráðuneytis, Húnaþings vestra og HMS um uppbyggingu allt að 50 íbúða til sölu og leigu á næstu fimm árum.
Glaðheimar
Mynd. skagastrond.is
Mynd. skagastrond.is
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 20:23
Árleg kökukeppni Undirheima, sem er félagsmiðstöð fyrir unglinga í Höfðaskóla, var haldin í gærkvöldi. Keppendur voru tólf talsins og voru tveir til þrír saman í hóp. Skreyta þurfti kökurnar á staðnum og höfðu keppendur 60 mínútur til þess að ljúka verkinu. Að því loknu valdi þriggja manna dómnefnd þrjú efstu sætin sem frumlegustu kökuna, besta bragðið og fallegustu kökuna. Að hennar sögn var valið ekki auðvelt. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra. Mynd: FB/Grunnskóli Húnaþings vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 06:05
Lið Grunnskóla Húnaþings vestra er komið í úrslit Skólahreysti en keppt var í Laugardagshöll og sýnt beint á RÚV. Liðið stóð sig frábærlega og sigraði riðilinn sinn. Úrslitakeppnin fer fram 25. maí næstkomandi. Lið Grunnskóla Húnaþings vestra skipa þau Friðrik Hrafn Hannesson, Saga Ísey Þorsteinsdóttir, Victor Þór Sigurbjörnsson, Nóa Sophia Ásgeirsdóttir, Indriði Rökkvi Ragnarsson og Victoría Elma Vignisdóttir.
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Frá æfingunni í Krúttinu á Blönduósi. Mynd: FB/Lögreglan á Norðurlandi vestra
Fréttir | 18. apríl 2024 - kl. 05:59
Viðbragðsaðilar á Norðurlandi vestra stefna á að halda hópslysaæfingu 11. maí næstkomandi. Hluti hópsins hittist á Blönduósi í fyrradag og æfðu viðbragð við flugslysi og rútuslysi, þar sem settar voru upp tvær borðæfingar. Æfingarnar eru undirbúningur fyrir stóru æfinguna í maí og er samvinna lykilinn að góðri útkomu, eins og segir á facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra. „Samhæft viðbragð skilar betri þjónustu til borgaranna.“
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Þórdís Kolbrún og Sigríður á aðalfundinum. Mynd: xd.is
Fréttir | 17. apríl 2024 - kl. 06:10
Sigríður Ỏlafsdóttir úr Húnaþingi vestra var endurkjörin formaður kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi en ráðið hélt aðalfund sinn á Laugum í Sælingsdal um síðustu helgi. Á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun þar sem meðal annars er komið inn á að atvinnufrelsi og eignarréttur sé órjúfanlegur hluti frjáls samfélags og forsenda þess að hægt sé að tryggja jöfn tækifæri í landinu.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Hólmfríður, rektor við Háskólann á Hólum tekur við viðurkenningunni frá Katrínu, framkvæmdastjóra SSNV.
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 14:48
Tilkynning frá Háskólanum á Hólum
Háskólinn á Hólum hlýtur Byggðagleraugu Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir framsækið og metnaðarfullt starf. Námið við háskólann er sértækt að því leyti að það byggir á traustum grunni fyrir mikilvægar framtíðar atvinnugreinar í samfélaginu þar á meðal íslenska hestinn, ferðaþjónustu í dreifbýli og fiskeldi, en skólinn hefur dregið til sín nemendur víðsvegar að úr heiminum. Í Háskólanum á Hólum er öflugt háskólastarf sem er í stöðugum vexti og nýsköpun.
Frá Skagaströnd
Frá Skagaströnd
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:32
Sveitarfélagið Skagaströnd heldur íbúafund í Fellsborg miðvikudaginn 17. apríl klukkan 17:00. Á dagskrá eru fjölmörg mál eins og staðan á hafnarframkvæmdum, breyting á námsstofu, sorpmál, vinnuskóli, gjaldskrár og kjarasamningar.
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir. Mynd: kirkjan.is
Fréttir | 16. apríl 2024 - kl. 05:27
Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ, sem lét af störfum 1. desember síðastliðinn. Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson vígslubiskup á Hólum gegnt prófstsstörfum.
Frá Hvammstanga
Frá Hvammstanga
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:17
Frá Félagi eldri borgara í Húnaþingi vestra
Aðalfundur Félags eldri borgara í Húnaþingi vestra verður haldinn miðvikudaginn 17. apríl 2024 klukkan 14:00 í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla og tillögur ferðanefndar og margt fleira. Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri verður gestur fundarins. Kaffiveitingar að hætti kaffinefndar. Nýir félagar ávallt velkomnir.
Tilkynningar | 16. apríl 2024 - kl. 05:13
Frá stjórn
Aðalfundur Hollvinasamtaka heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi verður haldinn í fundarsal HSB föstudaginn 26. apríl næstkomandi klukkan 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf.
Fréttir | 15. apríl 2024 - kl. 09:43
Knattspyrnulið Kormáks Hvatar mætti í Fífuna í Kópavogi í gær og spilaði gegn Augnabliki í 2. umferð Mjólkurbikarsins. Leikurinn fór fjörlega af stað og vel fyrir gestina því Papa Diounkou Tecagne skoraði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu. Heimamenn voru ekki lengi að svara með marki á 13. mínútu og öðru marki á 31. mínútu. Staðan í hálfleik 2-1 fyrir Augnablik. Í seinni hálfleik voru skoruð fjögur mörk, þrjú af heimamönnum og einn af gestunum, en það gerði Kristinn Bjarni Andrason. Leikurinn endaði því 5-2 fyrir Augnablik.
Kórinn á Blönduósi 1939
Kórinn á Blönduósi 1939
Pistlar | 14. apríl 2024 - kl. 17:16
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
Úr dagbók Jónasar Tryggvasonar í Finnstungu fyrir 79 árum: Sun. 8. apríl 1945: Bar lítið til tíðinda. Skagfirska skáldkonan Ỏlína Jónasdóttir er sextug í dag. Vísur hennar eru löngu landfleygar og á hvers manns vörum, þess er yndi hefur af snilld fagurrar stöku. Ég hef ekki, svo ég muni til, heyrt vísu eftir Ỏlínu, sem ekki hafi verið vel gerð, en meiri eða minni snilldarbragur er á þeim flestum ...
Pistlar | 13. apríl 2024 - kl. 16:15
Eftir / Written af / by Morgan C. Bresko
Þegar við hugsum um leiðir til að bæta heilsu samfélagsins þá hugsum við ekki alltaf um aðgengi að listum. En þegar við hugsum um það þá eru listir ein tegund tilfinningatjáningar. Hvort sem það er hamingja eða örvænting þá er það nauðsynlegt að hafa útrás til að nálgast tilfinningar á heilbrigðan og öruggan hátt. Samfélög sem styðja við listir, koma saman til að skapa list saman, hafa sýnt sig að vera tengdari
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Frá ársþinginu. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 13. apríl 2024 - kl. 10:27
Þrítugasta og annað ársþing Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra var haldið á fimmtudaginn í Félagsheimilinu á Blönduósi og heppnaðist vel, að því er segir á vef samtakanna. Góð mæting var á þingið en á meðal gesta voru kjörnir fulltrúar á Norðurlandi vestra og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fjölbreytt og áhugaverð erindi voru flutt og ný samgöngu- og innviðaáætlun kynnt. Fram kemur á vef SSNV að frekari upplýsinga er að vænta um það sem fram fór á þinginu.
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið