Fréttir | 25. júní 2016 - kl. 07:41
Forsetakosningar í dag

Í dag kjósa landsmenn sér nýjan forseta. Alls eru níu í framboði. Í Blönduósbæ verður kosið í Blönduskóla að Húnabraut 2a og er kjörstaður opinn frá klukkan 10 til 22. Á Skagaströnd verður kosið í íþróttahúsinu og er kjörstaður opinn frá klukkan 10 til 22. Í Húnavatnshreppi verður kosið í Húnavallaskóla, stofu 2 og hefst kjörfundur klukkan 11. Kjörstaður í Húnaþingi vestra verður í Félagsheimilinu Hvammstanga. Kjörfundur hefst klukkan 9 og lýkur klukkan 22. Gengið er inn um aðaldyr.      

Þeir sem eru í framboði eru:

Andri Snær Magnason
Ástþór Magnússon
Davíð Oddsson
Elísabet Kristín Jökulsdóttir
Guðni Th. Jóhannesson
Guðrún Margrét Pálsdóttir
Halla Tómasdóttir
Hildur Þórðardóttir
Sturla Jónsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga