Tilkynningar | 21. júlí 2016 - kl. 10:14
Skráning á ULM í Borgarnesi og fundur með foreldrum
Tilkynning frá stjórn USAH

Við viljum minna á að skráning á Unglingalandsmót UMFÍ stendur sem hæst og lýkur henni á miðnætti 23.júlí (http://skraning.umfi.is/). Mótið er fyrir öll börn á aldrinum 11-18 ára og er haldið í Borgarnesi dagana 28. – 31. júlí. Keppt verður í körfu og fótbolta, frjálsum, glímu, hestaíþróttum, skák, sundi,skotfimi, stafsetningu og fleiru. Því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Allar upplýsingar um mótið má finna inn á eftirfarandi slóð: http://www.umfi.is/#!blank/tfc2f.

USAH mun sjá um að greiða keppnisgjöld fyrir alla skráða félagsmenn, það velji þið í lok skráningaferlis en þar hakið þið við „félag greiðir“. Þið þurfið einnig að passa upp á að haka við tjaldstæði ef foreldrar og börn ætla sér að nýta það, svo USAH verði úthlutað nægilega stóru stæði fyrir alla. Fundur með foreldrum verður haldinn í norðursal íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi, mánudaginn 25.júlí kl 20 og er gert ráð fyrir að honum ljúki um 21.

Hvetjum alla foreldra til að mæta til að fá upplýsingar um fyrirkomulag mótsins.

Með kveðju

Stjórn USAH

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga