Framkvæmdir við Blöndubrú. Ljósm: Róbert D. Jónsson
Framkvæmdir við Blöndubrú. Ljósm: Róbert D. Jónsson
Pistlar | 14. september 2016 - kl. 22:12
Svar við pistli "Sjúkraflutningsmaður á rauðu ljósi á Blöndubrú"
Eftir Einar Óla Fossdal, yfirmann sjúkraflutninga hjá HNB

Kæru Húnventningar nær og fjær,

Ég, sem yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heibrigðisstofnun Norðurlands Ã¡ Blönduósi, vil hér með svara fyrirspurn sem kom á Húnahornið í síðustu viku. Fyrirspurnin var um það hvernig því væri háttað ef sjúkraflutningsmaður á vakt færi í forgangsútkall og væri staddur heima hjá sér austan Blöndu? Hvernig hann ætti að komast í forgangsútkall ef hann lendir á rauðu ljós við brúnna?

Búið er að gera ráðstafanir í samvinnu við lögreglu og yfirmann Vegagerðarinnar, hér á staðnum um það hvernig bregðast skal við þessu ástandi. Ef það verða tímabundnar lokanir á brúnni vegna framkvæmdanna láta starfsmenn Vegagerðarinnar okkur vita og verður þá sjúkrabíll staðsettur austan Blöndu á meðan það ástand varir til að koma í veg fyrir tafir við útkall. Allt er gert til að tryggja öryggi íbúa og ferðafólks á svæðinu.

Með ósk um góðan og öruggan og vonandi slysalausan akstur,

Einar Óli Fossdal 

Yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands Blönduósi  

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga