Pistlar | 16. september 2016 - kl. 16:07
Forval VG
Eftir Bjarna Jónsson

Kæru félagar nú fer fram kosning í forvali Vinstri grænna  í Norðvesturkjördæmi  fyrir komandi Alþingiskosningar. Ã‰g býð mig fram  til að leiða listann í 1. sæti.

Mikilvægt er að svæðið, kjördæmið og landsbyggðin öll hafi öfluga talsmenn á Alþingi. Ég  tel mig hafa góða reynslu af því að vinna að málum  landsbyggðarinnar bæði á héraðs- og landsvísu. Hins vegar liggur fyrir að mörgum hlutum í héraði kemur maður ekki áfram nema með því að vinna á landsvísu og hafa áhrif á löggjöf og fjárveitingar. Maður þarf að keyra vegina sem maður talar fyrir. Hitta fólkið sem maður vinnur fyrir til að þekkja aðstæður þess og hagsmuni og ná árangri í brýnustu hagsmunamálum byggðanna.

Það hef ég gert og mun svo sannarlega gera fái ég traust til að leiða lista VG í Norðvesturkjördæmi.

Ég bið um stuðning ykkar lesendur góðir sem hafið nú forvalsseðlana á borðum ykkar.

Með baráttukveðjum

Bjarni Jónsson

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga