Fréttir | 21. október 2016 - kl. 10:02
Óánægja með ástand vegamála í Húnavatnshreppi

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps lýsir yfir mikilli óánægju með ástand vegamála í sveitarfélaginu vegna langverandi skorti á viðhaldi vega. Telur sveitarstjórn að ekki verði lengur unað við það fjársvelti sem vegamál búa við. Þetta kemur fram í ályktun sveitarstjórnar sem samþykkt var á sveitarstjórnarfundi á miðvikudaginn.

Sveitarstjórn Húnavatnshrepps hefur áður gert athugasemdir við ástand vegamála í sveitarfélaginu. Fyrir ári síðan var oddviti og sveitarstjóri gestir á fundi fjárlaganefndar Alþingis þar sem rædd voru fjárhagsleg samskipti ríkis og sveitarfélagsins. Þar kynntu þeir þá kröfu Húnavatnshrepps að brugðist verði við og auknu fjármagni veitt til viðhalds vega innan sveitarfélagsins og að á næstu árum yrði stóraukin áhersla lögð á að leggja bundið slitlag á vegina. Lögð var mikil áhersla á að bundið slitlag yrði lagt á Þingeyrarveg. Þá var þung áhersla lögð á að staðið yrði við þau fyrirheit sem gefin hafi verið um uppbyggingu Svínvetningabrautar.

Tengd frétt:

Funduðu með fjárlaganefnd um málefni sveitarfélagsins

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga