Allir á þorrablót!
Allir á þorrablót!
Fréttir | 19. janúar 2017 - kl. 11:58
Þorrablót Vökukvenna er á laugardaginn
Miðasala fer fram í dag

Þorrablót Vökukvenna verður haldið á laugardaginn í Félagsheimilinu á Blönduósi. Allt er með hefðbundnu sniði, húsið opnar klukkan 19:30 og borðhald hefst stundvíslega hálftíma síðar. Skemmtiatriði verða í höndum Leikfélags Blönduóss og hollvina. Húnvetnska hljómsveitin Trukkarnir sjá um undirleik í fjöldasöng og leika svo fyrir dansi. Miðasala fer fram í Félagsheimilinu í dag frá klukkan 17 til 19.

Miðaverð er 7.000 krónur. Elli- og örorkulífeyrisþegar ásamt unglingum fæddum árið 2001 greiða 5.500 krónur.

Nú gildir að vera þjóðlegur og skella sér á þorrablót og skemmta sér saman. Allur ágóði rennur til góðra málefna í heimabyggð.

Þess má geta að á þorrablótinu verður, líkt og undanfarin ár, tilkynnt um niðurstöður í vali lesenda Húnahornsins á manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2016.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga