Skarphéðinn (t.h) fékk afhendan viðurkenningarskjöld frá fulltrúa Húnahornsins
Skarphéðinn (t.h) fékk afhendan viðurkenningarskjöld frá fulltrúa Húnahornsins
Fréttir | 21. janúar 2017 - kl. 23:39
Skarphéðinn Húnfjörð er maður ársins 2016 í Austur-Húnavatnssýslu

Lesendur Húnahornsins hafa valið Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson, skólastjóra Tónlistarskóla Austur-Húnavatnssýslu, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2016. Skarphéðinn hefur í meira en aldarfjórðung skipað stóran sess í tónlistar- og skemmtanalífi Austur-Húnvetninga og er það mikil gæfa fyrir héraðið að eiga hann að.

Eins og venja er var tilkynnt um niðurstöðuna í valinu á þorrablóti Vökukvenna í kvöld og tók Skarphéðinn þar við viðurkenningarskildi og gjöf frá Húnahorninu. Allir þeir sem sendu inn tilnefningu er þökkuð þátttakan.

Þetta er í tólfta sinn sem lesendur Húnahornsins velja manni ársins í Austur-Húnavatnssýslu.

Menn ársins síðustu ár eru þessir:

2016: Skarphéðinn Húnfjörð Einarsson
2015: Róbert Daníel Jónsson
2014: Brynhildur Erla Jakobsdóttir
2013: Elín Ósk Gísladóttir
2012: Kári Kárason og Pétur Arnar Kárason
2011: Einar Óli Fossdal
2010: Bóthildur Halldórsdóttir
2009: Bóthildur Halldórsdóttir
2008: Lárus Ægir Guðmundsson
2007: Rúnar Þór Njálsson
2006: Lárus B. Jónsson
2005: Lárus B. Jónsson

Húnahornið óskar Skarphéðni innilega til hamingju með útnefninguna.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga