Frá undirritun samninga. Myndir: hvotfc.is
Frá undirritun samninga. Myndir: hvotfc.is
Fréttir | 21. janúar 2017 - kl. 23:18
Samningar undirritaðir við samstarfsaðila

Undanfarna mánuði hefur stjórn knattspyrnudeildar Hvatar unnið að því að gera samstarfssamninga við nokkur fyrirtæki og Blönduósbæ til að styðja og styrkja starfsemi félagsins enn frekar. Nýverið voru undirritaðir samningar við Arion banka og SAH-Afurðir en fyrirtækin eru aðalstyrktaraðilar Smábæjaleikanna á Blönduósi. Þá voru einnig undirritaðir samningar við Ísgel og Tryggingamiðstöðina og til stendur að klára samninga við fleiri fyrirtæki á Blönduósi, að því er fram kemur á vef Hvatar.

Knattspyrnudeild Ungmennafélagsins Hvatar hefur undanfarin ár lagt mesta áherslu á uppbyggingarstarf í sínu starfi og hefur til þess öfluga einstaklinga við þjálfun og keppni og við stjórn félagsins. Þó er aldrei hægt að vinna þetta góða starf án þátttöku foreldra, aðstandenda, bæjarfélagsins, íbúa bæjarfélagsins, fyrirtækja í bænum og annarra fyrirtækja og velunnara.

Knattspyrnudeild Hvatar kann þessum fyrirtækjum og öllum öðrum miklar þakkir fyrir þeirra stuðning og vonast til að stuðningur þessara aðila nýtist vel við allt það góða starf sem unnið er á vegum Ungmennafélagsins Hvatar á Blönduósi.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga