Á Skaga. Ljósm: FB/Textílmiðstöðin.
Á Skaga. Ljósm: FB/Textílmiðstöðin.
Á Skaga. Ljósm: FB/Textílmiðstöðin.
Á Skaga. Ljósm: FB/Textílmiðstöðin.
Á Skaga. Ljósm: FB/Textílmiðstöðin.
Á Skaga. Ljósm: FB/Textílmiðstöðin.
Í Miðfirði. Ljósm: FB/Textílmiðstöðin.
Í Miðfirði. Ljósm: FB/Textílmiðstöðin.
Fréttir | 29. maí 2019 - kl. 11:51
Rusli safnað í fjörum á Norðurlandi vestra

Lista- og vísindasmiðjur á vegum Textílmiðstöðvar Íslands og BioPol á Skagaströnd voru haldnar á Norðurlandi vestra laugardaginn 25. maí síðastliðinn. Safnað var saman rusli úr fimm fjörum við Sauðárkrók, Hvammstanga og úti á Skaga. Markmiðið var að auka þekkingu almennings á umhverfismálum og mengum hafsins. Listasmiðjurnar voru opnar öllum. Mjög góð mæting var á Hvammstanga og út á Skaga en um 40 manns tóku þátt í deginum. Sagt er frá þessu á vef Textílmiðstöðvarinnar.

Í Miðfirði er hægt að skoða skemmtilega vörðu sem varð til undir leiðsögn listamanna frá Listaháskóla Íslands. Ungmennasamböndin USAH, UMSS og USVH sáu um að kynna verkefni til sinna félagsmanna og komu með kaffi.

Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi stýrði verkefninu í samstarfi við Biopol á Skagaströnd en tveir vísindamenn hjá Biopol voru búnir að þræða norðurströndina á Norðurlandi vestra til að skoða fjörur þar sem rusl berst að landi. Þeir hafa einnig tekið saman upplýsingar um plastmengun í hafinu sem má nálgast á vef Textílmiðstöðvarinnar.

Finna má nánari upplýsingar um verkefnið hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga