Gamla Blöndubrúin, ein elsta brú landsins.
Gamla Blöndubrúin, ein elsta brú landsins.
Fréttir | 19. október 2014 - kl. 22:19
Blönduósbær sækir um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða

Blönduósbær hefur sótt um styrk til Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða. Styrkumsóknin lýtur að hönnun, rannsóknum og skipulagsvinnu við uppsetningu gömlu Blöndubrúarinnar yfir í Hrútey. Fyrr á árinu fór fram úthlutun styrkja úr sjóðnum og nam heildarfjárhæðin rúmlega 380 milljónum króna. Engum fjármunum var úthlutað til Norðurlands vestra.

Fjármunum var úthlutað til 88 verkefna víðsvegar um landið, til allra landshluta nema Norðurlands vestra. Verkefni sem komst næst því að tilheyra Norðurlandi vestra var viðhald göngustíga við Hveravelli en til þess verkefnis var úthlutað 500.000. Í ágúst síðastliðnum gagnrýndi oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra að í ár hafi engu opinberu fé verið ráðstafað til brýnna endurbóta á ferðamannastöðum á Norðurlandi vestra.

 

 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga