Stórlax úr Vatnsdalsá. Mynd: Facebook síða Vatnsdalsár.
Stórlax úr Vatnsdalsá. Mynd: Facebook síða Vatnsdalsár.
Fréttir | 24. júní 2016 - kl. 11:17
Besta opnun Vatnsdalsár í mörg ár

Opnunarhollið í Vatnsdalsá lauk veiði á hádegi í gær og var heildarveiðin 66 laxar á þremur dögum, flest allt stórlaxar. Þetta er besta opnun í Vatnsdalsá í mörg ár. Meðallengd laxanna var 85 sentímetrar en 22 laxar voru 90 sentímetrar eða stærri. Veiðin þessa þrjá daga samsvarar til 5% af heildarveiðinni allt síðasta sumar en þá veiddust 1.297 laxar.

Besta veiðin í Vatnsdalsá var árið 2009 en þá veiddust 1.520 laxar í ánni. Húnvetnsku laxveiðiárnar skiluðu met veiði síðasta sumar og ekki annað að sjá en að sami góði gangurinn haldi áfram í sumar.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga