Fréttir | 21. júlí 2016 - kl. 11:33
Fjallaskokk USVH

Fjallaskokk Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga fer fram í dag og verður gengið, skokkað og hlaupið frá Grund í Vesturhópi yfir Vatnsnesfjallið og endað ofan í Kirkjuhvammi á Hvammstanga. Um er að ræða ca 12 km leið og hækkun á milli 400-500 metrar. Fjallaskokkið er keppni þar sem gildir að vera fyrstur yfir fjallið, en að sjálfsögðu getur hver og einn gert þetta eftir sínu höfði, keppt við aðra, sjálfan sig eða farið leiðina án þess að vera keppa yfirleitt. Aðalatriðið er að vera með og hafa ánægju af.

Aldursskipting
15 ára og yngri, 16-49 ára og 50 ára og eldri, allir fá viðurkenningu fyrir þátttöku. Einnig verða veittir verðlaunapeningar fyrir þrjú efstu sætin í hverjum aldursflokki fyrir sig. Ræst verður í tveimur flokkum, göngufólk og trimmarar/keppnismenn.

Göngufólk
Göngufólk keppir ekki til verðlauna. Mæting er í Kirkjuhvammi kl. 13:00 og lagt af stað með rútu kl. 13.15 og áætlaður komutími að Grund kl. 13.35. Ræst verður stundvíslega klukkan 13:45.

Trimmarar og keppnisfólk
Mæting er í Kirkjuhvammi kl. 14:00, lagt af stað með rútu kl. 14.15, áætlaður komutími að Grund kl. 14.35. Ræst er stundvíslega kl. 14:45.

Þátttaka tilkynnist á netfangið usvh@usvh.is eða til skrifstofu USVH í sími 866-5390. Nauðsynlegt er að fram komi nafn og í hvaða aldursflokk er verið að skrá. Þátttökugjald er kr. 1.500.

Sjá nánar á www.usvh.is.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga