Fréttir | 26. ágúst 2016 - kl. 13:09
Listi Bjartar framtíðar í NV-kjördæmi

Stjórn Bjartrar framtíðar samþykkti í gærkvöldi sex efstu frambjóðendur á framboðslistum í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. Í tilkynningu frá Bjartri framtíð segir að á listunum sé fjölbreytt flóra framjóðenda með víðtæka menntun og reynslu. Fjórðungur frambjóðenda starfar innan menntakerfisins og 14% þeirra er í háskólanámi. Listinn í Norðvesturkjördæmi er skipaður eftirtöldu fólki:

  1. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri

  2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemandi í forystu og stjórnun

  3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona

  4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi

  5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari

  6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður

Hægt er að sjá lista allra kjördæma á vef Bjartrar framtíðar.

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga