Fréttir | 26. ágúst 2016 - kl. 14:21
Þrír í framboði hjá Samfylkingunni í NV-kjördæmi

Aðeins þrír frambjóðendur bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi en framboðsfrestur rann út 19. ágúst síðastliðinn. Þetta kemur fram í frétt á vefnum BB.is. Í framboði eru Guðjón Brjánsson, Inga Björk Bjarnadóttir og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir og sækjast þau öll eftir að leiða lista flokksins.

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi ákvað í júlí að fram færi lokað flokksval og þar yrði bindandi kosning um fjögur efstu sæt listans og jafnræði kynja yrði gætt með paralista.

Í frétt BB.is segir að þar sem viðbrögð Samfylkingarfólks í kjördæminu hafi verið afar dræm svo jaðri við messufall, verði einungis kosið um efstu tvö sæti listans, enda ekki hægt að hafa bindandi kosningu um fjögur sæti þegar frambjóðendurnir eru þrír.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga