Pistlar | 28. nóvember 2016 - kl. 15:03
Söfnun fyrir Guðnýju Ragnarsdóttur
Eftir Rakel Ýr, Guðrúnu Björk, Birnu og Sunnu

Kæru vinir

Söfnunin hefur gengið mjög vel og viljum við þakka ykkur fyrir að sýna hlýhug og samstöðu með Guðnýju og fjölskyldu.

Síðustu niðurstöður úr jáeindaskannanum eru góðar. Virknin í krabbameininu hefur minnkað en æxlið er þó enn nokkuð stórt og mun sennilega ekki alveg hverfa.

Meðferðin heldur því áfram af krafti hjá henni en n.k. föstudag hefst stofnfrumumeðferð sem felur í sér að teknar eru milljónir stofnfruma og þær frystar, við tekur 6 daga lyfjagjöf sem slekkur á öllum frumum í blóðinu og fær hún svo stofnfrumurnar aftur á 8. degi og þarf í kjölfarið að fara í einangrun í 10-14 daga. Við tekur svo endurhæfing í nokkra mánuði og dvöl á Reykjalundi.

Guðný er jákvæð gagnvart því sem framundan er og bjartsýn á að þessi meðferð lækni hana.

Söfnuninni lýkur þann 5.12.16 og höfum við verið beðnar um að auglýsa reikningsnúmerið aftur og látum það fylgja hér. Reikningur 0307 13 300097  kt. 0708825319. Athugið að reikningurinn er skráður á Sunnu Hólm Kristjánsdóttur.

Enn og aftur bestu þakkir fyrir frábær viðbrögð.

Bestu kveðjur
Rakel Ýr, Guðrún Björk, Birna og Sunna

 

Tengdur pistill:

Styrktarreikningur Guðnýjar Ragnars

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga