Fréttir | 29. nóvember 2016 - kl. 14:11
Kveikt á jólatrénu á Blönduósi á sunnudaginn

Ljósin á jólatrénu á Blönduósi verða tendruð sunnudaginn 4. desember næstkomandi, að aflokinni aðventuhátíð í Blönduóskirkju, um klukkan 17:00. Sungin verða jólalög og fregnir herma að jólasveinar verði komnir á stjá og láti sjá sig. Jólatréð er, nú sem fyrr, gjöf frá vinabænum Moss í Noregi en það er fengið í Gunnfríðarstaðaskógi hjá Skógræktarfélagi Austur-Húnvetninga.

Sunnudaginn 4. desember klukkan 16 verður haldin Aðventuhátíð í Þingeyraklaustursprestakalla í Blönduóskirkju. Boðið er upp á glæsilega dagskrá í tali og tónum. Kirkjukórar prestakallsins sameinast í söng og kveikt verður á kertum aðventukransins. Einar Kristján Jónsson, sveitarstjóri Húnavatnshrepps flytur hugvekju. Ljóðalestur, hljóðfæraleikur og fleira. Fermingarbörn bera inn aðventuljósið.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga