Sigurlaug og Reynir við afhendinguna
Sigurlaug og Reynir við afhendinguna
Fréttir | 21. febrúar 2017 - kl. 11:43
Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi fá góða gjöf

Hollvinasamtökum Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi barst höfðingleg gjöf á dögunum er Reynir Grétarsson afhenti Sigurlaugu Þóru Hermannsdóttur, formanni samtakanna, gjafabréf að verðmæti ein milljón króna.

Reynir er fæddur og uppalinn á Blönduósi en foreldrar hans, afar og ömmur eru allt Austur-Húnvetningar. Hann flutti ungur til Reykjavíkur og hóf þar laganám. Reynir er meðal annars stofnandi og eigandi Creditinfo. Hann á fjölda ættingja í sýslunni og þá dvelur amma hans nú á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.

 

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga