Fréttir | 29. maí 2019 - kl. 11:41
Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins

Sumarsýning Heimilisiðnaðarsafnsins, sem nefnist Íslenska lopapeysan, uppruni – saga – hönnun, verður opnuð á morgun uppstigningardag, fimmtudaginn 30. maí, klukkan 14. Við opnunina ætlar Björg Baldursdóttir, frá kvæðamannafélaginu Gná, að flytja nokkrar stemmur. Sýningin er samstarfsverkefni Heimilisiðnaðarsafnsins, Hönnunarsafns Íslands og Gljúfrasteins. Í boði verður kaffi að hætti hússins og allir eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi er til húsa að Árbraut 29 og verður safnið opið í sumar klukkan 10-17 frá og með 1. júní og til og með 31. ágúst.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga