Fréttir | 11. apríl 2024 - kl. 13:57
Lárus Ægir skákmeistari Skagastrandar 2024

Skákmót Skagastrandar 2024 fór fram í síðasta mánuði en ekki hefur verið keppt um titilinn skákmeistari Skagastrandar í meira en áratug. Átta skákmenn tóku þátt í mótinu sem lauk þannig að Martin Krempa sigraði með sex vinninga. Hann keppti sem gestur á mótinu og því varð Lárus Ægir Guðmundsson krýndur skákmeistari Skagastrandar með fimm vinninga. Einkahlutafélagið H-59 stóð að mótinu og var það opið öllum.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga