Fréttir | 19. apríl 2024 - kl. 12:07
Vortónleikar í Blönduóskirkju

Sunnudaginn 28. apríl verða haldnir tónleikar í Blönduóskirkju þar sem kirkjukórinn mun syngja nokkur hugljúf vorlög undir stjórn Eyþórs Franzsonar Wechner organista. Jafnframt mun Eyþór sýna snilli sína og leyfa okkur að heyra hvað orgelið hefur upp á að bjóða. Mun hann leika vel valin orgelverk. Tónleikarnir hefjast kl. 17:00.

Markmiðið með tónleikunum er að stíga lokaskrefin í að greiða upp lán vegna orgelsins en 500.000 krónur eru eftir af láninu. Því verður tekið við frjálsum framlögum í formi aðgangseyris. Samfélagssjóður Landsvirkjunar styrkir tónleikana. 

Ef einhverjir sjá sér ekki fært að mæta en vilja leggja málefninu lið þá má leggja inn á reikning Blönduóskirkju nr. 307 26 4701 kt. 4701691689.

Höf. ass

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga