Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Frá vinnustofunni. Mynd: ssnv.is
Fréttir | 24. apríl 2024 - kl. 11:19
Góð þátttaka á vinnustofu um loftslagsmál

Góð þátttaka var á vinnustofu um gerð loftslagsstefnu sveitarfélaganna í Húnavatnssýslum sem haldin var á Hvammstanga nýverið. Það voru Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra sem stóðu fyrir vinnustofunni í samstarfi við KPMG. Á vef SSNV kemur fram að áhugaverðar umræður hefðu skapast og ljóst sé að það er bjart yfir fólki þegar vorar, enda sé bjart framundan fyrir svæðið.  

Loftslagsstefna vísar til aðgerða stjórnvalda og reglugerða sem miða að því að takast á við loftslagsbreytingar, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla að sjálfbærum starfsháttum. Nær það yfir margs konar ráðstafanir, þar á meðal að setja losunarmarkmið, innleiða hvata fyrir endurnýjanlega orku og efla orkunýtingu. Verkefnið er styrkt af umhverfis-, orku, og loftlagsráðuneytinu.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga