Berglind. Mynd: FB/ssnv
Berglind. Mynd: FB/ssnv
Fréttir | 22. maí 2024 - kl. 11:23
Berglind nýr verkefnastjóri hjá SSNV

Berglind Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra og mun hún hefja störf í sumar. Á vef samtakanna segir að Berglind búi yfir víðtækri og góðri reynslu af verkefnastjórnun og hafi reynslu af að innleiða og stýra umfangsmiklum verkefnum. Berglind er með MT meistaragráðu í kennarafræðum frá Háskólanum á Akureyri, B.Ed. próf í kennslufræðum frá Háskóla Íslands og viðbótarnám í íslensku frá sama skóla.

Hún hefur einnig lokið prófi frá Íþróttakennaraskóla Íslands á Laugarvatni og tekið hin ýmsu námskeið á háskólastigi samhliða starfi. Berglind starfaði sem aðstoðarskólastjóri í fimm ár í Blönduskóla sem nú er Húnaskóli en lengst af hefur hún starfað þar sem kennari og á hún þar farsælan starfsferil að baki.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga