Fréttir | 22. maí 2024 - kl. 11:32
Húnabyggð auglýsir sumarnámskeið fyrir krakka

Sumarfjör í Húnabyggð er skemmtileg og fjölbreytt sumardagskrá fyrir börn á aldrinum 6-12 ára sem hefst 3. júní og stendur í sex vikur eða til föstudagsins 12. júlí. Lögð er áhersla á leiki, skemmtun og fræðslu og boðið er upp á íþróttir, listir, sundpartý og ýmislegt fleira. Í sumar verða tveir hópar í Sumarfjöri, þ.e. 6-9 ára  og 10-12 ára börn.

Nánari upplýsingar um Sumarfjör í Húnabyggð má nálgast hér.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga