Bessi Gunnarsson með þorskinn. Mynd: FB/Skagastrandarhöfn
Bessi Gunnarsson með þorskinn. Mynd: FB/Skagastrandarhöfn
Fréttir | 23. maí 2024 - kl. 09:45
Risa golþorskur úr Húnaflóa

Hann er engin smásmíði þorskurinn sem veiddist í Húnaflóa nýverið og sjá má á facebooksíðu Skagastrandarhafnar. Það var Bessi Gunnarsson á Blæ HU-77 sem veiddi fiskinn á handfæri í Gjánni, sem er sirka 30 mílur frá Skagaströnd og vó hann 44 kíló. Samkvæmt Vísindavefnum er lengsti þorskur sem veiðst hefur við Ísland um 181 sentimetrar og veiddist hann við Miðnessjó í apríl árið 1941. Þyngdin er ekki til en talið er líklegt að hann hafi verið í kringum 60 kíló.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga