Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Sunnudagur, 23. júní 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júní 2024
SMÞMFL
2627282930311
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 03:39 0 0°C
Laxárdalsh. 03:39 0 0°C
Vatnsskarð 03:39 0 0°C
Þverárfjall 03:39 0 0°C
Kjalarnes 03:39 0 0°C
Hafnarfjall 03:39 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
13. apríl 2024
Klúðrið er víða
Klúðrið og bullið er víða í samfélaginu okkar og er af mörgu að taka. Ætla ég að nefna aðeins nokkur atriði. Landsbankaklúðrið í kringum kaupin á TM. Alveg er það merkilegt þegar embættis- menn telja sig geta tekið ákvarðanir um hvað sem þeim dettur í hug.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. júní 2024
76. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. júní 2024
Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson
15. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
13. júní 2024
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
09. júní 2024
Eftir Dagnýju Rósu Úlfarsdóttur
05. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júní 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Gömul sveitakirkja, uppdráttur eftir danska byggingarmeistarann H.H. Schÿtte, frá 1847.
Gömul sveitakirkja, uppdráttur eftir danska byggingarmeistarann H.H. Schÿtte, frá 1847.
Pistlar | 15. júní 2024 - kl. 09:34
Skrúði og áhöld Hjaltabakkakirkju
76. þáttur. Eftir Jón Torfason

Í vísitasíum biskupa eru gripir kirkna alltaf tíundaðir nákvæmlega og er rétt að líta á upptalninguna 1750. Líka skal haft í huga að eftirlitskerfi prófasta og biskupa með prestum sínum var nokkuð gott og yfirleitt fylgst vel með hlutnum, bæði stórum og smáum. Þess skal þó strax getið að ekki einn einasti hlutur sem hér á eftir er nefndur hefur varðveist til vorra daga svo vitað sé. Klæðin voru oft geymd í altarinu og fúnuðu af rakanum í kirkjunni, pappírinn myglaði, viður feysktist, málmur ryðgaði, beyglaðist og brotnaði:

Altarisklæði[1] gamalt, af grænblómuðu ullartöje, götótt, bætt og fóðrað með gömlum ræflum. Altarisdúkur af rauðu og hvítu flaneli, götóttur, gamall og bættur, sem 1725 hefur verið skrifaður fyrir altarisklæði. Svartblómaður rauður altarisdúkur af flaneli sem æruverðigur sóknarherrann, séra Björn Þorláksson, hefur kirkjunni tillagt.

         Hökull af gulblómuðu kalemanqve með vírdregnum krossi og bláu léreftsfóðri. Gamalt rykkilín með nýlegum ermum, hvörjar presturinn hefur látið við setja.

         Silfurkaleikur með patínu af sama, brákaðri, og korpóralisklút af silkitöje; annar af tini með patínu af sama sem presturinn hefur tillagt, nýlegur. Baksturdós rennda hefur hann og tillagt. Tveir látúns ljósastjakar. Messuvíns merkurflaska. Skírnarskál af tini.

         Lítil klukka á rambhöldum í miðri kirkju, heil og sæmileg.

         Í graftólum hefur presturinn tillagt járnkarl, pál og tvær rekur.

         Í bókum á hún ekki utan Sannleika guðhræðslunnar og þær nýjustu forordningar Christiani 6ta og Fridericii 5ti.

         Hún á og ljósbera af tré áttkantaðan, með tveimur glerrúðum og tveimur burtu, og trékross stendur upp af fremri burst kirkjunnar.

Yfir altarið var lagt altarisklæði, gjarna með krossmarki að framan eða öðrum helgum táknmyndum. Ofan á altarið var svo breiddur altarisdúkur. Altarisklæðin voru stundum innflutt en dúkarnir gerðir af högum konum í sveit og sókn. Þarna hefur gömlu altarisklæði verið breytt í altarisdúk, hefur vísast verið orðið slitið en endurnýtt með þessum hætti. Einnig er nýr dúkur rauður með svörtum blómum sem séra Björn hefur gefið. Árið 1758 bætist við altarisklæði af rauðblómuðu kattúni en jafnframt er þess getið að eldri klæðin séu götótt og margbætt og munu ekki hafa enst lengi eftir þetta.

Skrúði prestsins er ekki annað en gamalt rykkilín og hökull gulblómaður með vírdregnum krossi og bláu fóðri. Þessi litskrúðugi hökull hefur verið vandaður og var í kirkjunni a.m.k. fram yfir 1833 en er þá orðinn upplitaður og snjáður. Nýr hökull „af grænblómuðu calemangi með vírdregnum silkikrossi á baki“ er kominn við úttektina 1807. Báðir þessir höklar eru nú fyrir löngu horfnir. Rykkilínið er líka gamalt en keypt var nýtt árið 1763. Rykkilínin entust jafnan illa, kannski ekki mikið haldið upp á þau og má sjá í kirkjureikningum að tiltölulega oft eru keypt ný.

Kertastjakar úr látúni, sem oft voru kallaðir ljósastjakar eða ljósapípur, voru tveir á altarinu, eins og jafnan var. Slíkir gripir gátu geymst lengi og virðast þessir hafa verið í kirkjunni árið 1910, þ.e. „gömlu“ kirkjunni á Blönduósi, en ekki er vitað um þá eftir það.[2] Þá er kaleikur og patína af silfri með korpóralisdúk sem var lagður yfir kaleikinn. Slíkir dúkar fórum unnvörpum forgörðum en þessi kaleikur er í kirkjunni langt fram eftir 19. öldinni. Þess er getið að presturinn hafi tillagt tinkaleik lítinn. Trúlega hefur það verið svokallaður sóknarkaleikur sem presturinn stakk í hnakktöskuna þegar hann þurfti að þjónusta gamalt og veikt fólk og undirbúa það fyrir brottför úr lífsins táradal. Við úttektina 1807 er þessi litli kaleikur sagður óhæfilegur, hefur vísast stundum orðið fyrir hnjaski á ferðalögum, en það er þó ekki fyrr en eftir biskupsvísitasíu 1833 að hann er seldur frá kirkjunni fyrir lítið fé.[3]

Nefndar eru bakstursöskjur, stundum talað um renndar dósir, sem hafa þá verið úr tré, og flaska undir messuvín. Loks er talið skírnarfat af tini sem var a.m.k. til fram yfir 1830 en horfið um miðja öldina. Í lokin er nefndur ljósberi af tré, sem fljótlega virðist hafa farið forgörðum, sömu sögu er að segja um trékrossinn sem var upphaflega á gafli kirkjunnar en var dottinn niður 1768 og óljóst hvort hafi verið settur upp aftur, a.m.k. sést þess ekki getið í kirkjustólnum.

Graftól ─ páll, járnkarl og rekur ─ voru nauðsynleg áhöld við hverja kirkju. Þessir gripir gengu jafnan fljótt úr sér og má líka vel hugsa sér að presturinn hafi freistast til að nota a.m.k. járnkarlinn við moldarverk á bænum, en honum bar þá að standa skil á að gripirnir væru tiltækir þegar taka þurfti gröf.

Bækur kirkjunnar voru á síðari hluta 18. aldar af þrenns konar tagi. Þess skal getið að tiltölulega lítið er af ritum beinlínis um guðfræði en gert ráð fyrir að prestarnir sjálfir ættu slíkar bækur og þær væru einkaeign þeirra. Má sjá í dánarbúum presta talsverðar upptalningar af slíku, og á það við um dánarbú séra Rafns sem síðar verður skoðað. Þó er stöku sinnum getið um sálmabækur meðal bóka kirkna en slíkt verður þó ekki almennt fyrir en kemur fram á 19. öld.

Fyrst er að telja embættisbækur prestakallsins, það er prestsþjónustubók, sóknarmannatal og síðar bréfabækur og cópíubækur (eftirritabækur) og sitthvað fleira sem kom við störfum prestsins. Í tilskipunum frá 1746, í kjölfar sendiferðar Harboes til Íslands, var gert ráð fyrir að prestar héldu prestsþjónustubók og sóknarmannatal en það komst þó óvíða á þá, en líka mögulegt að talsvert af slíkum bókum hafi glatast. En 1784 ítrekuðu biskuparnir þetta bókahald og eru mjög víða til kirkjubækur sem hefjast það ár eða upp úr því. Árið 1816 var enn hert á slíku embættisbókahaldi og má segja að í öllum sóknum landsins séu nú til samfelldar kirkjubækur frá 1816, nema þar sem bækur hafa brunnið eða glatast á annan hátt.

Í öðru lagi eru bækur til veraldlegrar uppbyggingar ef svo má segja. Í vísitasíu biskups 1790 er nefnd Reisubók Ólafs Ólavii (Ferðabók Ólafs Ólafssonar) sem kom út á dönsku 1780.[4] Þessari bók var dreift á flestar kirkjur landsins og væntanlega verið hugmyndin sú að sóknarmenn gætu fengið hana lánaða sér til fróðleiks eða kynnt sér hana eftir messu. Það má sjá að í sumum kirkjum fjölgar viðlíka „jarðneskum“ bókum og virðast Hjaltabakkaprestar hafa verið mjög áhugasamir um slíkt. Í biskupsvísitasíunni 1833 er bókalistinn svona:

Olavii Reisubók með korti.
Hreppstjóra instrux.
Confessio Augustiana
Lachanologia Eggerts Ólafssonar.
Grasnytjar séra Björns Halldórssonar.
Atli.
Pontoppidan defect.
Iktsýkiskver.
Um erfðir.
Ó. Ólafssonar Urtagarðsbók.
Magnúsar Ketilsen um sauðfjárhirðing.
Um ostatilbúning.
Ítala búfjár í haga.
Item hrossaslátur.
Flest laust í bandi.

Þetta eru eiginlega allt saman „búfræðirit“ í víðustu merkingu nema Pontoppidan sem er fermingarkverið eftir danskan biskup með þessu mikla nafni sem var gjarna stytt í Ponti. Bókaeign kirkju af þessu tagi er fátíð, þ.e. svona margar bækur um uppfræðandi efni. Hér er eitthvað að gerast sem á rætur í upplýsingunni, þ.e. almenn fræðsla um hagnýta hluti. Sumar þessara bóka hafa verið gefnar en aðrar sennilega keyptar en ekkert hef ég rekist á eða séð um með hverjum faraldri þær komu í kirkjuna eða hvernig þær voru notaðar. Hugsanlega hafa þær verið lánaðar einstaka sóknarbændum, verið þá sem vísir að bókasafni, eða þá að hafi verið lesið upp úr þeim á sunnudögum eftir að helgistundinni lauk. Þessar bækur voru varðveittar lengi fram eftir 19. öldinni sem eign kirkjunnar.

Í þriðja lagi eru svonefndar Stiestrups gjafabækur sem Laurits Steistrup (eða Stistrup) danskur „athafnamaður“ eins og það er kallað nú, gaf í anda pietismans þegnum landsins til andlegrar uppbyggingar.

Hann hét fullu nafni Laurids Christensen Stistrup (1692-1766) var kaupmaður í Hobro sem er bær milli Randers og Álaborgar á Jótlandi. Með „ráðdeild og sparnaði“ auðgaðist hann vel og þar sem hann átti ekki afkomendur stofnaði hann sjóð til að útbreiða orð Guðs. Hann gaf Biblíur til almennings í Danmörku, Noregi, Slésvík, á Færeyjum og Íslandi. Hingað til lands gaf hann 600 Biblíur og 1700 Nýja testamenti sem var dreift víðs vegar um landið.

Af þessari bókagjöf kom ein Biblía í Hjaltabakkasókn og fimm Nýja testamenti og voru þessar bækur sendar á einstaka bæi og ætlast til að þær gengju síðan milli manna. Út alla 18. öldina höfðu prestar landsins nokkuð góða reiðu á þessum bókum og prófastar spurðu reglulega um þær í vísitasíunum, en þegar kom fram á 19. öld má sjá að eftirgrennslanir verða fátíðari og hætta loksins alveg. Sennilega hafa þessar bækur flestar orðið innlyksa á einstökum bæjum og runnið saman við heimilisbókasafnið. Þess þarf líka að geta að á öðrum áratug 19. aldar fór enski presturinn Henderson um landið og útdeildi Biblíum, seldi vægu verði eða gaf, og upp úr því voru þær víða til á heimilum. En gjöf Stiestrups var mikillar þakkar verð og nytsamleg á sínum tíma.

Ein af þessum bókum kom töluvert til umræðu í vísitasíum prófasts í lok 18. aldar. Það er Biblían, sem Stiestrup hafði gefið, en Kristján Björnsson sonur séra Björns Þorlákssonar á Hjaltabakka, hafði komist yfir. Hann bjó í Holti til 1785 en flutti þú út í Vindhælishrepp. Þegar hann flutti úr sókninni átti hann eðlilega að skila bókinni heim á prestssetrið en gerði það ekki, heldur tók hana með sér. Er ítrekað ár eftir ár, að hann eigi að skila bókinni, en ekkert gengur. Þar kom þó loksins að því að Kristján dó, líklega 1797 eða 1798, og þá komst Biblían loksins aftur „heim“ eftir svolitlar krókaleiðir og „lætur sóknarpresturinn sér um hugað, að hún blífi framvegis í þeim stað, hvar hún verður rækilegast iðkuð og trúlegast forvöruð fyrir forrotnan og spjöllum.“

Í lok prófastsvísitasíu 1806, síðustu vísitasíu þar sem séra Rafn var prestur á Hjaltabaka, er athyglisverð athugasemd. Þá virðist presti og prófasti hafa komið í hug að verðlauna Jón á Smyrlabergi fyrir peningagjöfina til kirkjunnar, sem nefnd var í síðasta þætti, með því að lána þessum blinda manni og sljóskyggnum börnum hans bókina: „Sú eina heila Biblía þessarar sóknar, af sr. Stiestrups gjafabókum, sem hér er nú heima við kirkjuna, er af prófastinum fyrst um sinn tilskilin heimilinu að Smyrlabergi, sonum bóndans þar Jóns Jónssonar, til iðkunar og uppbyggingar undir þeirra velskikkuðu móður nákvæmri tilsjón, með skilyrði að bókin vandlega forvarist við spjöllum.“


[1] ÞÍ. Bps. B III, 16. Vísitasíubók Halldórs biskups Brynjólfssonar 1747-1850.
[2] Sbr. Þór Magnússon: Gripir og áhöld Blönduósskirkju. Kirkjur Íslands 8 (Reykjavík 2006), bls. 96.
[3] ÞÍ. Bps. C I, 1. Vísitasíubók Steingríms biskups Jónssonar og Helga biskups Thordersen 1828-1850.
[4] Steindór Steindórsson náttúrufræðingur og skólameistari Menntaskólans á Akureyri þýddi bókina og gaf út 1965.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið