Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Sunnudagur, 30. júní 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júní 2024
SMÞMFL
2627282930311
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 11:30 0 0°C
Laxárdalsh. 11:30 0 0°C
Vatnsskarð 11:30 0 0°C
Þverárfjall 11:30 0 0°C
Kjalarnes 11:30 0 0°C
Hafnarfjall 11:30 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
28. júní 2024
Verum upplýsandi
Ég er sólginn í að lesa alls konar fundargerðir, t.d. frá sveitarstjórnum, nefndum og ráðum. Í þeim má finna margt áhugavert og annað minna áhugavert.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
23. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. júní 2024
76. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. júní 2024
Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson
15. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
13. júní 2024
Eftir Ásgerði Pálsdóttur
09. júní 2024
N 65 39' 32.04" V 20 16' 55.2"
Kvennaskólinn á Blönduósi. Mynd: Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu / Björn Bergmann
Kvennaskólinn á Blönduósi. Mynd: Héraðsskjalasafn Austur Húnavatnssýslu / Björn Bergmann
Pistlar | 23. júní 2024 - kl. 22:04
Sögukorn: Sumarblik á vöngum
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1. „Árið 1901 tók faðir minn sæti á þingi og flutti þá frumvarp um flutning skólans til Akureyrar, sem hann hafði lengi barist fyrir, fjárveitingu til byggingar skólahúss þar o.fl. Þetta frumvarp dagaði uppi, sem kallað er, einkum vegna þess, að þingnefnd kvaðst ekki sjá hvað unnt yrði að gera við skólahúsið á Möðruvöllum.“

2. „En nú tók forsjónin í taumana“ segir Hulda Á. Stefánsdóttir skólameistara í Minningum HÁS I

Skólinn brann 1902:

3. Wikipedía segir: „Árið 1880 var stofnaður gagnfræðaskóli á Möðruvöllum, sem var undanfari Menntaskólans á Akureyri og eru afmæli M.A. miðuð við stofnun Möðruvallaskóla. Á tímum skólans bjuggu á Möðruvöllum margir merkismenn sem unnu mikilvægt brautryðjendastarf í skólamálum og á sviði náttúruvísinda.

Möðruvallaskóli var þó einungis starfræktur í 22 ár því þegar skólahúsið brann árið 1902, var skólinn fluttur til Akureyrar og hét fyrst Gagnfræðaskóli Akureyrar en varð seinna að menntaskóla, þeim fyrsta sem stofnaður var á eftir Menntaskólann í Reykjavík. Einu sýnilegu minjar skólans sem eftir eru á Möðruvöllum er s.k. Leikhús sem nú hefur verið komið í upprunalegt horf.“

4. Enn ritar Hulda: „Af Möðruvellingum sem heimsóttu okkur, eru margir minnisstæðir. Eru mér þó einna minnisstæðastar heimsóknir Guðmundar á Sandi. Hann kom á hverjum vetri og hófst þá eins konar skáldaþing heima í skóla. Séra Matthías var auðvitað strax boðaður og Páll Árdal. Þá var sendur hraðboði með hest út að Hlöðum til að sækja Ólöfu skáldkonu. Brá hún þá skjótt við og varð mikill fögnuður með skáldunum. Stóð þessi heimsókn aldrei minna en viku til hálfan mánuð eftir því hvernig viðraði. Margt skemmtilegt bar á góma með skáldunum, mikið hlegið og hávaðasamt.“

5. „Ef mömmu var gerður greiði, gleymdi hún því ekki og fannst hún aldrei geta endurgoldið greiðan. En ég býst líka við, að hún hafi átt bágt með að gleyma því, sem henni var gert á móti.“ Hér er Hulda að segja frá móður sinni og konu Stefáns skólameistara, Steinunni Frímannsdóttur frá Helgavatni:

6. „Mamma var heldur lítið gefin fyrir veislu og kaffiboð, sem tíðkuðust meðal kvenna á Akureyri, henni fannst það sóun á tíma. En ef til hennar kasta kom, vildi hún ekkert til spara að vel væri veitt. Í kaffiboðunum var mamma vön að hafa prjónana sína með sér og greip í þá, því sóun á tíma fannst henni hreinasta glapræði.“

7. Hulda Stefánsdóttir, sem ólst upp á Möðruvöllum og Akureyri átti eftir að verða skólastjóri við kvennaskólana á Blönduósi og í Reykjavík, en búa á Þingeyrum svo mikil umsvif prýddu æviferil hennar. Og Hjörtur Pálsson skáld varð lykilmaður að útgáfu á minningabókum Huldu, fjórum talsins.

Um Kvennaskólann skrifar sr. Þorsteinn í Húnaþing I:

8.  Átta vikur vikur fyrir jól og sextán vikur eftir nýár auglýstu Björn Sigfússon Kornsá og sr. Páll Sigurðsson á Hjaltabakka nýja kvennaskólann í okt. 1879 og að tímanum yrði skipt í þrjú jöfn tímabil og sé til ætlast, að skólann stundi stúlkur eigi skemur en eitt tímabil – eða átta vikur. Fimm í senn – á Undirfelli hjá sr. Hjörleifi Einarssyni föður hálfbræðranna Einars Kvaran og sr. Tryggva Kvaran. Prestur kenndi flestar bóklegar greinar en að öðru leyti var kennslukona skólans Björg Schou, síðar prestskona í Landeyjaþingum. Og Björn Sigfússon talaði máli skólans á sýslufundum og sýslan tók að sér umsjón og stjórn skólans. Og vorið 1884 var öll jörðin á Ytri-Ey keypt til handa skólanum. Forstöðukona þar var Elín Bríem, til ársins 1895 þegar hún giftist Sæmundi Eyjólfssyni guðfræðingi og ráðunaut Búnaðarfélags Íslands.

9. Meðan Elín var forstöðukona réði hún oftast þær kennslukonur, sem með henni störfuðu og var hún mjög vönd að vali sínu. Fyrsta kennslukonan við Eyjarskólann var Sigríður Jónsdóttir frá Djúpadal, síðar hfr. á Reynisstað, giftist Sigurði Jónssyni.

10. Páll Sigurðsson, prestur á Hjaltabakka, f. 1839, var fóstursonur í Brekku í Þingi 1845, prestur í Miðdal 1866 - 70, á Hjaltabakka 1870-80 og síðan á Gaulverjabæ til dd. 1887 samkv. Íslendingabók, en Páll Eggert/Ísl.æviskrár segir:

Að hvötum Ólafs alþm. Jónssonar á Sveinsstöðum lærði hann undir skóla hjá Jóni Jónssyni, síðasta presti á Stað á Reykjanesi, var kennari að Litla-Hrauni 1863-66. Var skörulegur kennimaður og skáldmæltur, skrifaði söguna Aðalsteinn, Ak. 1879. Eiginkona: Margrét Andrea Þórðardóttir sýslumanns að Litla-Hrauni, börn þeirra:

Sigurður héraðslæknir að Sauðárkróki
Þórður héraðslæknir í Borgarfirði
Árni prófessar – höf. ljóðsins Hin gömlu kynni gleymast ei
Anna Guðrún átti Sigurð lyfsala og skáld Sigurðsson.

Foreldrar sr. Páls: Sigurður Jónsson á Bakka í Vatnsdal og kona hans Margrét Stefánsdóttir.

11.   Vorið 1901 lauk starfi Ytri-Eyjarskólans, skólajörðin seld, nýbyggingar undanskildar, en þær voru rifnar, viðurinn fluttur til Blönduóss og notaður í nýtt skólahús þar. Skagfirðingar höfðu tekið þátt í rekstri skólans á Ey, en neituðu með öllu að taka nokkurn þátt í kostnaði við skólahúsbygginguna á Blönduósi.

12.   Forstöðukonur við Kvennaskólann á Blönduósi til 1967:

1901-3 og 1912-15 Elín Briem
1904-11 Guðríður Sigurðardóttir síðar hfr. Holtastöðu
1911-12 og 1915-18 Sigurrós Þórðardóttir Stóra-Fjarðarhorni
1919-23 Anna Þorvaldsdóttir Aresen frá Víðimýri
1923-24 Guðrún Björnsdóttir frá Veðramót
1924-29 Kristjana Pétursdóttir frá Gautlöndum
1929-32 Árný Filipusdóttir
1932- 37 Hulda Á. Stefánsdóttir Þingeyrum
1937- 47 Sólveig Benediktsdóttir Sövik
1947-48 Salóme Gísladóttir frá Saurbæ
1948- 53 Ásdís Sveinsdóttir frá Egilsstöðum
Síðasta veturinn var í veikindaforföllum hennar forstöðukona Dómhildur Jónsdóttir, síðar prófastsfrú á Höskuldsstöðum og Skagaströnd
1953-1967 Hulda Á Stefánsdóttir

13. Sr. Þorsteinn í Steinnesi segir í þætti sínum í Húnaþing I:
Aðrar kennslukonur sem störfuðu við skólann svo árum skiptir voru:

Jóhanna Björnsdóttir frá Stóru-Giljá 1948-54
Karlotta Jóhannsdóttir frá Brekkukoti í Hjaltadal 1937-50, Sigurlaug Björnsdóttir frá Kornsá 1939-44.
Þá kenndi Þorsteinn Jónsson sýsluskrifari og organisti á Blönduósi söng í skólanum 1947-52.
Ingibjörg Benediktsdóttir kenndi við skólann 1910-12 og orti ljóð á sextugsafmæli skólans 1939:

3.
Sjáðu! Hljóð frá heiðabænum
horfir fram með hvömmum grænum
sveitamær með sól í augum,
sumarblik á vöngum skín.
Óljós, feimin útþrá seiddi,
inn á nýjar brautir leiddi,
augu hennar hingað mændu.
Hógvær stóð þar – amma þín.

10.
Himinn, sign vort hérað prúða,
Húnaþing í sumarskrúða!
Tak þú, húnvetnsk mey og móðir,
minningar og sæmd í arf!
Skólans heill og veg skal vanda,
vígi, sem á lengi að standa.
Þökkum öllum, lífs og liðnum,
langt og trútt og göfugt starf. Ingibjörg Benediktsdóttir

Heimildir og ítarefni:
Húnaþing I Ak. 1975
Minningar Huldu Á. Stefánsdóttur I Rv. 1985
Elín Briem í wikipedíu: https://is.wikipedia.org/wiki/El%C3%ADn_Briem
Minningarorð Hjartar Pálsson eftir Huldu Á. Stefánsd: https://timarit.is/files/59025012
Fleiri minningagreinar um Huldu: https://timarit.is/page/1700966?iabr=on#page/n39/mode/2up
Sr. Árni skrifar eftir Huldu í Húnavöku: https://timarit.is/page/6350323?iabr=on#page/n213/mode/2up/search/h%C3%BAnavaka
Hulda og Ólafur Davíðsson: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=18509
Ingibjörg Benediktsdóttir: https://bragi.arnastofnun.is/hunafloi/hofundur.php?ID=17694
IHJ/Magnús organisti og söngkennari á Möðruvöllum: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=18296
IHJ/Möðruvellir I: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=19532
IHJ/Möðruvellir II: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=19545
Möðruvellir, myndir: https://listaverk.ma.is/is/moya/extras/modruvellir-i-horgardal/modruvellir-i-horgardal

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
28. júní 2024
Er skrifstofan hrein og fín
Öll viljum við hafa snyrtilegt í kringum okkur og vinnuumhverfið er engin undantekning. Að hafa snyrtilegt t.d. á skrifstofunni er líklegt til að auka ánægju starfsfólks og þar með vinnusemi þess og gæði.
::Lesa
Spaugið
03. febrúar 2023
Á ferðalagi
Guðmundur var að spjalla við Tóta, bróður sinn í Kaliforníu.
::Lesa

©2024 Húnahornið