Fréttir | 25. júní 2024 - kl. 08:57
Umsóknarfrestur um styrk úr Húnasjóði

Húnaþing vestra auglýsir eftir umsóknum um styrk úr Húnasjóði vegna ársins 2024 og er sótt um með rafrænum hætti á vef sveitarfélagsins. Umsóknum skal skilað í síðasta lagi 15. júlí næstkomandi. Úthlutunarreglur sjóðsins má einnig finna á vef Húnaþings vestra.

Húnasjóð stofnuðu hjónin Ásgeir Magnússon og Unnur Ásmundsdóttir til þess að minnast starfs Alþýðuskóla Húnvetninga, sem Ásgeir stofnaði og rak á Hvammstanga árin 1913-1920. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að endurmenntun og fagmenntun í Húnaþingi vestra.

Vakin er athygli á því að samkvæmt úthlutunarreglum Húnasjóðs er umsækjendum meðal annars sett þau skilyrði að hafa átt lögheimili í Húnaþingi vestra frá 1. desember árið fyrir úthlutun og hafa lokið námi eftir síðustu úthlutun sjóðsins. 

 

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga