Fréttir | 26. júní 2024 - kl. 20:20
Uppskriftakeppni á Rabarbarhátíðinni

Haldin verður uppskriftakeppni á Rabarbarahátíðinni í gamla bænum á Blönduósi á laugardaginn. Keppt verður í þremur flokkum: dásemd í dós, krukku, flösku eða glasi, dásem á diski og dularfull dásemd. Veglegir vinningar eru í boði. Tekið verður á móti keppnisréttum í Krúttinu klukkan 12-14 á laugardaginn og verða niðurstöður kynntar og verðlaunaafhending klukkan 16:30-17.

Styrktaraðilar keppninnar eru Garri, Kjarnafæði-Norðlenska, Vilkó, Prima, Hótel Blönduós, B&S veitingar, Ó. Johnson & Kaaber, Spákonuhofið, MS og Vörusmiðja Biopol.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga