Fréttir | 27. júní 2024 - kl. 13:24
Lagt til að dagdvöl aldraðra taki til starfa í byrjun næsta árs

Minnisblað starfshóps um möguleika á dagdvöl aldraðra í Húnabyggð var til umræðu á fundi öldungaráðs Húnabyggðar á mánudaginn. Starfshópurinn leggur það til að dagdvöl taki til starfa eigi síðar en 1. janúar á næsta ári á 4. hæð Heilbrigðisstofnunar Norðurlands á Blönduósi. Samkvæmt tillögum hópsins yrði væntanleg dagdvöl rekin í samstarfi HSN og Húnabyggðar og á forræði sveitarfélagsins, en að til að svo geti orðið þurfi að sækja um slíkt til Sjúkratryggingar Íslands og ganga til samninga við HSN.

Starfshópurinn gerir það að jafnframt að tillögu sinni að byggðarráð Húnabyggðar taki við verkefninu og ljúki við fyrsta tækifæri eða eigi síðar en við fjárhagsáætlunargerð ársins 2025.  

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga