Fréttir | 28. júní 2024 - kl. 13:29
Líflegt á Blönduósi um helgina

Tilvalið er að gera sér glaðan dag á Blönduósi á laugardaginn enda er veðurspáin góð og margt um að vera, m.a. í gamla bænum þar sem haldin verður Rabarbarahátíð á morgun. Á laugardaginn er líka hjólaviðburður sem heitir Samhjól í Húnabyggð. Þátttakendur hjóla frá gamla bænum og hringinn í kringum Svínavatn, samtals um 58 kílómetra. Hægt verður að lengja eða stytta vegalengdina. Þá hefur verið opnuð listsýning í Hillebrantshúsinu sem nefnist Við erum náttúran.

Nánar má lesa um listsýninguna hér, um Rabarbarahátíðina hér og um uppskriftakeppnina á Rabarbarahátíðinni hér.

En meira um Samhjól í Húnabyggð. Fyrir þau sem vilja lengja leiðina og hjóla meira en 58 kílómetra geta gert það og hjólað um 130 kílómetra og er þá hjólað líka um Svínadal, ekki bara í kringum vatnið. Þau sem vilja stytta leiðina geta líka gert það og hjólað þá um 36 kílómetra. Þá er snúið við eftir hressingu sem boðið verður upp á við Svínavatn í stað þessa ð hjóla í kringum vatnið.

Hjólaþrautabraut verður á skólalóðinni við Húnaskóla og hjólað verður saman eftir Blöndubyggð. Hjólaverslunin Örninn verður á staðnum og bíður upp á hjólastillingar og söluráðgjöf auk þess sem nokkur hjól frá fyrirtækinu verða til sýnis og hægt verður að prófa þau.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga