Fréttir | 29. júní 2024 - kl. 22:57
Svekkjandi tap á Hvammstanga

Kormákur Hvöt tók á móti Völsungi frá Húsavík á Sjávarborgarvellinum á Hvammstanga í gær. Gestirnir tóku forystuna á 34. mínútu en heimamenn jöfnuðu fimm mínútum síðar og var það Kristinn Bjarni Andrason sem skoraði markið. Staðan í hálfleik jöfn 1-1. Leikurinn var í járnum allt þangað til á 80. mínútu þegar gestirnir í Völsungi komust yfir í leiknum og bættu svo um betur með öðru marki áður en flautað var til leiksloka. Svekkjandi tap fyrir heimamenn 1-3.

Kormákur Hvöt datt niður í 8. sæti 2. deildar eftir ósigurinn, er með 11 stig eftir níu leiki. Næsti leikur liðsins fer fram á Blönduósvelli næstkomandi miðvikudag klukkan 19:15 og er gegn Víkingi frá Ólafsvík. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar og eina liðið í deildinni sem hefur ekki tapað leik.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga