Fréttir | 29. júní 2024 - kl. 23:05
Fimmtán tóku þátt í rabarbara uppskriftakeppninni

Rabarbarahátíð var haldin í gamla bænum á Blönduósi í dag í fyrsta sinn. Haldin var rabarbarauppskriftakeppni og tóku 15 þátt en keppt var í þremur flokkum sem voru rabarbararéttir framreiddir í krukku, á diski og svo annað. Sigurvegari í krukkuflokknum var Angela Berthold en hún bauð upp á rabarbarasultu með hummus. Elísabet Jónsdóttir sigraði í diskaflokknum með gómsætu rabarbarapæi. Margrét Einarsdóttir sigraði svo í síðasta flokknum með dásamlegu rabarbarasírópi.

Mbl.is fjallar við viðburðinn og þar má sjá myndir af rabarbararéttunum og nánari umfjöllun.

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga