Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 6. júlí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júlí 2024
SMÞMFL
30123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 22:34 0 0°C
Laxárdalsh. 22:34 0 0°C
Vatnsskarð 22:34 0 0°C
Þverárfjall 22:34 0 0°C
Kjalarnes 22:34 0 0°C
Hafnarfjall 22:34 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
28. júní 2024
Verum upplýsandi
Ég er sólginn í að lesa alls konar fundargerðir, t.d. frá sveitarstjórnum, nefndum og ráðum. Í þeim má finna margt áhugavert og annað minna áhugavert.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júlí 2024
77. þáttur. Eftir Jón Torfason
01. júlí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
23. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. júní 2024
76. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. júní 2024
Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson
15. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
13. júní 2024
Frá aðalfundi Ámundakinnar. Mynd: Pétur Friðjónsson
Frá aðalfundi Ámundakinnar. Mynd: Pétur Friðjónsson
Gunnar Sigurðsson, ritari aðalfundarins, Stefán Ỏlafsson fundarstjóri, Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri Ámundakinnar og Guðmundur Haukur Jakobsson formaður félagsins. Mynd: Pétur Friðjónsson
Gunnar Sigurðsson, ritari aðalfundarins, Stefán Ỏlafsson fundarstjóri, Jóhannes Torfason framkvæmdastjóri Ámundakinnar og Guðmundur Haukur Jakobsson formaður félagsins. Mynd: Pétur Friðjónsson
Fréttir | 02. júlí 2024 - kl. 16:33
Aðalfundur Ámundakinnar haldinn í 20. sinn

Aðalfundur Ámundakinnar ehf. var haldinn 28. júní síðastliðinn í Eyvindarstofu á Blönduósi en félagið stundar útleigu fasteigna og er þátttakandi í rekstri fyrirtækja á starfssvæði sínu. Samkvæmt framlögðum ársreikningi námu rekstrartekjur félagsins í fyrra 168 milljónum króna og hækkuðu um 22% milli ára. Rekstrargjöld námu 88 milljónum og hækkuðu um 9,5%. Hagnaður fyrir fjármagnsliði var 80 milljónir en var 58 milljónir árið 2022. Að teknu tilliti til fjármagnsliða, áhrif hlutdeildarfélaga og skatta nam tap félagsins 35 milljónum samanborið við tap upp á tæplega 26 milljónir árið 2022.

Heildareignir Ámundakinnar í árslok 2023 námu 1.434 milljónum króna og stóðu nokkurn veginn í stað milli ára. Skuldir námu 1.012 milljónum um áramót og hækkuðu um 17,7%. Eigið fé var 422 milljónir og lækkar milli ára vegna taprekstrarins.

Að sögn Jóhannesar Torfasonar, framkvæmdastjóra Ámundakinnar, var grunnrekstur félagsins árið 2023 betri en 2022 en fjármagnskostnaður og þá sérstaklega áhrif hlutdeildarfélaga vegi mun þyngra í rekstri þess nú. Hann segir að áætlanir fyrir ári 2023 hafi gert ráð fyrir hagnaði af sjálfum rekstrinum, sem hafi verið ívið meiri en áætlað var. Félagið hafi gert samninga við Landsbankann um endurfjármögnun og breytingar á lánskjörum og lánstíma og við það hafi greiðslubyrði lækkað. Segir hann að eftir sé að sjá endanleg áhrif heimsfaraldursins á leigjendur félagsins. Nær allir séu að vinna sig út úr þeim vanda og komnir í full skil á leigu. Ánægjulegt sé að leigutekjur hafi ekki tapast og félagið sé í fullum skilum með greiðslur af lánum.

Hlutafé Ámundakinnar var rúmlega 240 milljónir í árslok 2023 og hækkaði um rúmar 5 milljónir að nafnverði á árinu. Hluthafar voru 89 að tölu og eigendahópur félagsins er lítið breyttur frá síðasta aðalfundi. Byggðastofnun er stærsti hluthafinn með 22,2% hlut síðan koma Húnabyggð með 19,4%, Hömlur fyrirtæki ehf. með tæplega 8,8% og SAH svf. með 7,7 %. Þá eru 12 hluthafar með meira en 1% hlut.

Engar breytingar urðu á stjórn félagsins á aðalfundinum en stjórnina skipa þeir Guðmundur Haukur Jakobsson formaður, Jón Gíslason varaformaður og Pétur Friðjónsson ritari.

Ámundakinn fagnaði 20 ára afmæli á síðasta ári
Þann 18. desember síðastliðinn voru liðin 20 ár frá stofnun Ámundakinnar. Fyrsta verkefni félagsins var að byggja sérhæft hús fyrir ullarþvott Ístex og flytja Ullarþvottastöðina til Blönduóss. „Þegar horft er til baka og reynt að leggja mat á starf og árangur félagsins er ljóst að snertifletir þess við samfélagið eru margir. Ný hús og vinnustaðir eru hinn augljósi vottur, en einnig bein aðkoma að fyrirtækjum. Umsvifin hafa líka treyst stoðir annarra fyrirtækja,“ segir Jóhannes og nefnir að leigjendur séu nú um 30 talsins.

„Og til að rifja upp hvað Ámundakinn er í tölum má nefna að húseignir félagsins eru um 12.000 fermetrar að grunnfleti og ætla má að stofnverðið sé vart undir fjórum milljörðum króna, en ekki er þó víst að það væri söluverð ef á þyrfti að halda. Sé horft á niðurstöðutölur efnahagsreiknings, sem nálgast 1,5 milljarða má fullyrða að eignir eru ekki ofmetnar í bókum félagsins. Síðan má til gamans nefna að við lauslega athugun sýnist mér að vel annað hundrað manns stundi nú vinnu í húsum sem Ámundakinn á eða hefur byggt eða átt hér í „Stór-Húnavatnssýslu“. Þá er ég ekki að tala neitt um svokölluð afleidd störf. Enginn getur sagt fyrir um hvað hefði orðið ef félagið hefði ekki komið til, en fullyrða má að landslagið væri á annan veg,“ segir Jóhannes.

Í tilefni af afmælinu var haldið opið hús á veitingastaðnum Teni og gestum og gangandi boðið að þiggja veitingar. Vel á annað hundrað manns komu í kaffi. Þá var sett upp myndspjaldasýning, sem lýsir í máli myndum sögu og viðburðum í lífi félagsins.

Að lokum má nefna að stefna Ámundakinnar er að vera bakhjarl og hvati til að efla atvinnu- og mannlíf í héraðinu. Félagið styrkir einnig ýmiss félagasamtök s.s. Björgunarfélagið Blöndu, USAH, Kiwanisklúbbinn Drangey, Húnavökuritið, Hollvinasamtök Héraðshælisins, Orgelsjóð Blönduóskirkju o.fl. Lítur stjórn félagsins á það sem eins konar viðurkenningu fyrir margþætt starf þessara samtaka í héraðinu.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
28. júní 2024
Er skrifstofan hrein og fín
Öll viljum við hafa snyrtilegt í kringum okkur og vinnuumhverfið er engin undantekning. Að hafa snyrtilegt t.d. á skrifstofunni er líklegt til að auka ánægju starfsfólks og þar með vinnusemi þess og gæði.
::Lesa
Spaugið
03. febrúar 2023
Á ferðalagi
Guðmundur var að spjalla við Tóta, bróður sinn í Kaliforníu.
::Lesa

©2024 Húnahornið