Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Laugardagur, 6. júlí 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Júlí 2024
SMÞMFL
30123456
78910111213
14151617181920
21222324252627
28293031123
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 22:27 0 0°C
Laxárdalsh. 22:27 0 0°C
Vatnsskarð 22:27 0 0°C
Þverárfjall 22:27 0 0°C
Kjalarnes 22:27 0 0°C
Hafnarfjall 22:27 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
28. júní 2024
Verum upplýsandi
Ég er sólginn í að lesa alls konar fundargerðir, t.d. frá sveitarstjórnum, nefndum og ráðum. Í þeim má finna margt áhugavert og annað minna áhugavert.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
03. júlí 2024
77. þáttur. Eftir Jón Torfason
01. júlí 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
25. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
23. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
21. júní 2024
76. þáttur. Eftir Jón Torfason
15. júní 2024
Eftir Guðmund Inga Guðbrandsson
15. júní 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
13. júní 2024
Gönguhópurinn hjá gamla barnaskólanum. Mynd: IHJ
Gönguhópurinn hjá gamla barnaskólanum. Mynd: IHJ
Pistlar | 03. júlí 2024 - kl. 22:55
Sögukorn: Víllaus vorhugi
Eftir Inga Heiðmar Jónsson

1. Upp hjá Gautsdal, út að Mörk var ekið og síðan gengið á laugardaginn, inn síðasta í júní, af fríðum hópi fólks, afkomendum Sigríðar í Ártúnum, voru þar að vitja æskustöðva  hennar og rifja upp spor og vers fjölmargra annarra sveitunga og samferðamanna sem unað  hafa ævidögum sínum í dölunum nyrðra, við Blönduós, út á Skagaströnd, suður við Faxaflóa eða norður á Akureyri. Norður á Akureyri flutti Rósberg frá Kárahlíð/Vesturá/Hvammi, en foreldrar hans og myndasmiðurinn Mundi póstur sonur þeirra fluttu til Skagastrandar 1948. Kristján og Unnur fluttu 1938 frá Hvammi að Háagerði.

2.  Síðasta dag júní, á sunnudagsmorgni gengum við um gamla bæinn við Blönduós, sáum í svip Hillebrandts hús og fleiri yngri, rifjuðum upp sögur og nutum góðviðris. Bílunum lögðum við hjá Bóka- og héraðsskjalasafninu og höfðum ekki gengið langt þegar staldrað var til að rifja upp þátt Steingríms Davíðssonar í menntun barna og uppbyggingu Blönduóss. Fyrir nokkrum árum las ég þátt Brynleifs sonar hans, læknis á Selfossi og þar er mikla sögu að finna og hlýju til þessa brautryðjanda sem Steingrímur var. 

3. Æskan líður okkur frá
elfur tímans streyma.
Bak við fjöllin blikar á
bæjarþilin heima. Rósberg G. Snædal

4. Ingvi Sveinn Guðnason bróðir Rósbergs flutti til Skagastrandar:

Þó að vetrarveðrin hörð,
valdi mörgum skaða,
þá mun vor um brekku og börð
blómum sínum raða.  ISG

5. Ætli það verði ær og smér
eða gullið rauða
auðurinn, sem endist þér
yfir gröf og dauða.

Tíminn ekur oft í kaf
arði vinninganna.
En lengi bjarmar leiftur af
ljósi minninganna.
Kristján Sigurðsson Háagerði

6. Hveravellir geyma glóð
sem guði er vígð og mönnum kær.
Upp á á hárri Húnaslóð
hjarta landsins undir slær.
Steingrímur Davíðsson frá Neðstabæ

7. Í Ættum Austur-Húnvetninga finnum við út í Höfðahreppi Laxdælingana Kristján og Unni í Háagerði, I 287

8. Steingrímur Davíðsson f. 17. nóv. 1891 á Neðri-Mýrum, sonur Davíðs b. þar Jónatanssonar bónda á Marðarnúpi Davíðssonar og k.h. Sigríður Jónsdóttir b. á Hofi í Vatnsdal Jónssonar.

Steingrímur ólst upp hjá föðurbróður sínum, Steingrími bónda á Neðstabæ og Guðrúnu Friðriksdóttur konu hans. Stgr. tók kennarapróf 1915, varð skólastjóri við bsk. á Blönduósi 1920 -´59. Vegaverkstjóri (og umsjónarverkstj. í Hún.) var hann frá 1917. Hreppsnefndarmaður frá 1928, oddviti 1937-38 og 1942-1958. Í forystu við Rafveitu A-Hún, í stjórn sjúkrahússins frá 1940, formaður 1942-´59. Kona hans var Helga Dýrleif Jónsdóttir b. og smiðs á Gunnfríðarstöðum Hróbjartssonar og k.h. Önnu Einarsdóttur:

Börn þeirra:
Anna Sigríður
Svava Aðalheiður
Olga Árdís
Hólmsteinn Ottó
Hersteinn Haukur
Steingrímur Hásteinn
Brynhildur Fjóla
Jóninna Guðný
Brynleifur Hásteinn
Sigþór Reynir
Steingrímur Davíð
Jón Pálmi
meybarn
Sigurgeir
Tekið úr Kennaratali II 188

9. Brynleifur læknir á Selfossi skrifaði um skólastjórann Steingrím, föður sinn og foreldra hans:

„En svo fátæk voru foreldrar þessa sveinbarns að jafnvel þarna á nákaldri strönd norðurhjarans var ekki jarðnæði fyrir þau. Það varð því að fá drengnum fóstur. Nokkurra vikna gömlum var honum komið til föðurbróður síns, Steingríms Jónatanssonar og k. h. Guðrúnar Friðriksdóttur Schram á Neðstabæ í Norðurárdal. Það var þarna sem hann eltist fyrst við ær og kýr, óð fen og flæði sem frjáls en skyldurækinn smali. Vornæturnar festust hér fyrst í minni barnsins, sem vakti yfir vellinum og lét sig dreyma um frægð og frama. ... Steingrímur bóndi á Neðstabæ mun hafa flust að Syðri-Ey meðan faðir minn var innan við tíu ára aldur (1898). Bjó hann þar til 1906 en þá flytur hann að Njálsstöðum.

10. Neðsti bær og Syðri-Ey eru því æskuheimili föður míns, bæirnir þar sem hann sleit fyrstu skinnskónum enda kemur það oft fram hjá honum fullorðnum, þó næsta væri hann fámáll um æsku sína og uppeldi.

Í ljóði eftir hann er þetta að finna:

Óð ég sendi Ekkjunni
við Eyjarbakka.
Æskuminning eg vil þakka.
Ellin gerir manna að krakka.
Maki kellu féll að flúð
á fyrri árum.
Ein hún stendur enn í sárum
ægisdætra vætt í tárum.

Hér er faðir minn að yrkja til náttúrufyrirbæra á ströndinni fyrir neðan Eyjabæina á Skagaströnd.“

11. Steingrímur skólastjóri orti um Spákonufellsborg sem gnæfir tignarleg og svipmikil yfir sveitina. Brynleifur læknir segir um föður sinn:„Hann sá, þekkti og átti fjöllin og fjöruna á Skagaströnd, þarna átti hann heima og var þakklátur þessu umhverfi fyrir það uppeldi, sem það hafði gefið honum. Ég heyrði  hann aldrei hallmæla þessari sveit, þó að orðvar gæti faðir minn ekki talist vera. En virðingin fyrir landinu og gátum þess var ótrúlega djúpstæð og blind. Landið og sveitin voru honum helgir dómar.“

12. Steingrímur lýkur fyrri bekk Kennaraskólans vorið 1913, en hafði ekki efni á að setjast í skólann næsta vetur, heldur vann fyrir sér með farkennslu úti á Skaga um veturinn en stundaði vegavinnu á sumrin. En hann sest aftur á skólabekk um haustið 1914 og lýkur kennaraprófi um vorið 1915. 

13. Brynleifur heldur áfram: „Barnaskólanum á Blönduósi var skipt í tvær deildir, eldri og yngri deild. En eftir 1940 var stofnuð miðdeild. Faðir minn kenndi í eldri deild og var ég fulla tvo vetur í henni. Síðasta veturinn í barnaskóla var ég aðeins í reikningi og íslensku, látinn sinna kúm og kindum áður en ég fór í skólann. … Söngtímar voru síðla laugardags. Dagarnir voru yfirleitt ásetnir.

Í gamla barnaskólanum voru aðeins tvær kennslustofur og þær þétt setnar. Skólinn var á efri hæð húss innan við ána sem kallað var Tilraun.“

14. Steingrímur var í forystu þegar kom að sameiningu bæjarhlutanna beggja megin ár, alþingi samþykkti 1935 að beita eignarnámi í þessu máli ef ekki náist samningar við eigandann, Þorstein Sigurðsson í Enni og hreppsnefnd Engihlíðarhrepps. Bjarni oddviti Frímannsson var nokkuð fár við Stgr. eftir að Blönduóshreppur eignaðist allt land Ennis neðan brekkna, þar sem bærinn hefur vaxið síðan. En ekki erfði Bjarni það lengi en þykkjuþyngri var Ennisbóndinn, átti um sárt að binda, athafnasamur eins og hann var, sérstakur búhöldur og dugnaðarmenni. Honum hlaut að vera sár landmissirinn; þó að landið væri að stærstum hluta melar og móar, fylgdi því gott graslendi upp með ánni og grösugar brekkurnar, auk mikilla veiðihlunninda. Það var mjög fátt með föður mínum og Þorsteini í mörg ár, en tíminn virðist græða þau sár eins og önnur og varð sambýlið smám saman eðlilegt rifjar oddvitasonurinn upp.

15. Sigríður móðir Steingríms var snjall hagyrðingur, sbr. vísuna:

Vel ef beinn að vegur er
verður neinn ei skaðinn
kemur einn þá annar fer
ungur sveinn í staðinn.

Sigríður frá Haukagili, höfundur vísunnar er snjöll að ríma og tengja. Hún dregur hér upp sterka og fjörlega mynd þegar hún situr við rokkinn inni í baðstofunni á Hofi ásamt stöllu sinni, sem mótdrægt hafði átt, eignaðist barn með manni sem yfirgaf hana og bar til hans þungan hug síðan.

Norður og niður hefði hún sent barnsföðurinn, hefði hún búið yfir mætti sem til þess dygði og nú sátu þær inni í baðstofu við rokkana þegar Sigríði komu ofangreindar hendingar í hug „tók svo í nefið á eftir, kastaði pontunni til stúlkunnar og kvað fyrir hana vísuna. Þetta varð til þess að koma stúlkunni í besta skap eins og líka var ætlun Sigríðar.

Þessi vísa lenti reyndar á hrakningi og er í afbökuðu útgáfunni í snjöllum þætti Brynleifs læknis um skólastjórann föður sinn. En þannig lýkur læknirinn þætti sínum:

16. „Hann fæddist sem hjúabarn og var fengið fóstur hjá frændum sínum í afdal norður í landi og ólst upp úti á Skagaströnd. Hann var harðbalabarn, sem harðnaði á hrakningum. Braust til nokkurra mennta og vann síðan sveit sinn allt, sem hann gat og kunni.

17. Í svefni og vöku var faðir minn hugsjónamaður, víllaus vorhugi. Skógrækt var honum háleitt markmið, sem hann vann að alla ævi. Mannræktar- og mannúðarmaður var hann að eðli sínu. Það vissu allir, sem þekktu manninn á bak við steingrímu þá, sem hann stundum bar.“

18. Við, niðjar Ártúnahjóna, fengum veðurblíða daga á Blönduósi og upp á Laxárdal, síðustu helgi júnímánaðar, en þennan sama laugardag var rabarbarahátíð haldin á Blönduósi, verðlaun veitt fyrir uppskriftir, gleði og glampandi sól  ríktu í gamla þorpinu, gömlu sporin upp að rifja, ný kynni komu til.

Heimildir og ítarefni:
Kennaratal Rv 1965 og endurpr. 1985
Faðir minn skólastjórinn Rv. 1982
Ættir Austur-Húnvetninga Rv. 1999
Vel ef beinn/af Húnahorninu: https://www.huni.is/index.php?pid=58&cid=17735

Ingi Heiðmar Jónsson

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 
Húsfrúin
28. júní 2024
Er skrifstofan hrein og fín
Öll viljum við hafa snyrtilegt í kringum okkur og vinnuumhverfið er engin undantekning. Að hafa snyrtilegt t.d. á skrifstofunni er líklegt til að auka ánægju starfsfólks og þar með vinnusemi þess og gæði.
::Lesa
Spaugið
03. febrúar 2023
Á ferðalagi
Guðmundur var að spjalla við Tóta, bróður sinn í Kaliforníu.
::Lesa

©2024 Húnahornið