Fyrri mynd
Nsta mynd
...
Ok
Velkomin á vef Húnahornsins. Við notum vefkökur (e. cookies) til þess að bæta upplifun þína og greina umferð um síðuna.
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú notkun á vefkökum og skilmála okkar.
Hnahornið
Open Menu Close Menu
Hnahornið
Föstudagur, 29. mars 2024
   m/s
C
CW
huni.is - RSS-efnisveita
 
Mars 2024
SMÞMFL
252627282912
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930
31123456
FyrriNúnaNæsti
Veðurstofa Íslands Vegagerðin
Holtavörðuh. 06:36 0 0°C
Laxárdalsh. 06:36 0 0°C
Vatnsskarð 06:36 0 0°C
Þverárfjall 06:36 0 0°C
Kjalarnes 06:36 0 0°C
Hafnarfjall 06:36 0 0°C
VegagerðinVestfirðirVestfirðirNorðurlandNorðausturlandVesturlandAllt landiðMiðausturlandSuðvesturlandSuðurlandSuðausturland
Nöldrið
18. ágúst 2023
Okur, íslenska og illgresi
Já komið þið sæl og blessuð. Nöldri er ekki dauður úr öllum æðum þó langt sé um liðið frá síðasta nöldurpistli. Af nógu er að taka í nöldrinu en ég ætla þó aðeins að nefna nokkur atriði að þessu sinni. Fyrst ætla ég að byrja á verðlaginu í Kjörbúðinni okkar hér á Blönduósi.
::Lesa
Leita í netfangaskrá
 
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
27. mars 2024
71. þáttur. Eftir Jón Torfason
24. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
22. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
17. mars 2024
Eftir Inga Heiðmar Jónsson
15. mars 2024
Eftir Bjarna Jónsson
11. mars 2024
Frá sýndarréttarhöldunum. Ljósm: Gunnlaugur Ragnarsson.
Frá sýndarréttarhöldunum. Ljósm: Gunnlaugur Ragnarsson.
Frá sýnarréttarhöldunum í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Ljósm: Gunnlaugur Ragnarsson.
Frá sýnarréttarhöldunum í Félagsheimilinu á Hvammstanga. Ljósm: Gunnlaugur Ragnarsson.
Verjendur og saksóknari tókust á um málið. Ljósm: Magnús “lafsson.
Verjendur og saksóknari tókust á um málið. Ljósm: Magnús “lafsson.
Á Þrístöpum. Ljósm: Magnús “lafsson.
Á Þrístöpum. Ljósm: Magnús “lafsson.
Minnismerki um síðustu aftökuna. Ljósm: Magnús “lafsson.
Minnismerki um síðustu aftökuna. Ljósm: Magnús “lafsson.
Magnús “lafsson.
Magnús “lafsson.
Fréttir | 13. september 2017 - kl. 10:39
Dómurinn yfir Agnesi mildaður

Ef réttað væri í dag í þekktasta morðmáli Íslandssögunnar á Natani Ketilssyni hlyti Agnes Magnúsdóttir fjórtán ára fangelsisdóm í stað dauðadóms, Friðrik Sigurðsson hlyti sjö ára fangelsisdóm og lengd fangelsisdóms Sigríðar Guðmundsdóttur væri fimm ár. Þetta er niðurstaða sýndarréttarhalda sem fóru fram á Hvammstanga á laugardaginn á vegum Lögfræðingafélags Íslands.

Lögfræðingafélagið efndi til ferðar í Húnavatnssýslur síðastiðinn laugardag, á slóðir síðustu aftökunnar á Íslandi. Hún átti sér stað 12. janúar árið 1830 í Vatnsdalshólum í Austur-Húnavatnssýslu. Þá voru þau Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdóttir tekin af lífi fyrir að myrða Natan Ketilsson, bónda á Illugastöðum, og Pétur Jónsson vinnumann 13. mars 1828. Sigríður Guðmundsdóttir var einnig upphaflega dæmd til dauða fyrir morðin en dómi hennar var breytt í lífstíðarfangelsi. Svo fengu einnig dóm þau Daníel Guðmundsson vinnumaður og Þorbjörg Halldórsdóttir, móðir Friðriks.

Í vettvangsferðinni á laugardaginn var farið á helstu sögustaði, til Illugastaða, í kirkjugarðinn á Tjörn á Vatnsnesi og að Þrístöpum í Vatnsdalshólum þar sem aftakan fór fram. Að lokinni vettvangsferð var sett upp ný „réttarhöld“ í Félagsheimilinu á Hvammstanga þar sem farið var yfir hvaða dóm sakborningarnir tveir, sem voru líflátnir, hefðu fengið ef glæpurinn hefði verið framinn í nútímanum.

Lögfræðingafélagið fékk til liðs við sig sem saksóknara, Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara. Verjendur voru þeir Gestur Jónsson hrl. hjá Mörkinni lögmannsstofu og Guðrún Sesselja Arnardóttir hrl. hjá ríkislögmanni. Dómarar voru Davíð Þór Björgvinsson fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og Kolbrún Sævarsdóttir héraðsdómari. Fyrir dóminn lágu lögfræðingar yfir dómsskjölum og gögnum úr yfirheyrslum úr málinu. Einnig fengu þeir aðgang að skjölum sem Eggert Þór Bernharðsson heitinn hafði látið prenta upp áður en hann lést.

Magnús Ólafsson frá Sveinsstöðum segir frá því á Facebook síðu sinni að á laugardaginn hafi um 120 manns myndað þrefaldan hring í kringum aftökustaðinn á Þrístöpum í Vatnsdalshólum. Þá hafi vel sést í hve miklu návígi þeir voru sem skikkaðir höfðu verið að horfa á aftökuna. Magnúsi var falið það hlutverk að lýsa því sem fram fór á sínum tíma og eftirleiknum, þ.e. beiðni að handan um uppgröft beinanna. Erindi Magnúsar er birt hér í heild sinni:

Verið velkomin öll á Þrístapa.

Það var annað upplit á mönnunum sem hingað voru boðaðir 12 janúar 1830, en er á ykkur í dag. Þá var öllum bændum frá Vatnsskarði í austri að Miðfirði í vestri skipað að mæta auk fjölmargra vinnu- og lausamanna.

Hingað komu margir nauðugir til að horfa á, hryllingurinn hafði áhrif á alla. Ungur maður frá Guðlaugsstöðum í Blöndudal sagði svo frá síðar að hans mesta lán í lífinu hefði verið að hestur hans datt á leið til aftökunnar, maðurinn lærbrotnaði og komst ekki á aftökustaðinn. Telja það lán að lærbrotna árið 1830 þegar lítið var um lækna og lækningar. Það sýnir vel hve það tók á menn að vera boðaðir hingað.

Björn Blöndal sýslumaður hafði lagt það fyrir hreppstjóra í hverri sveit á þessu svæði að þeir sæu til þess að menn mættu, hver hreppstjóri átti að sjá til þess að enginn liti undan þá höfuð fykju, stóð hér sjálfur á þessum stað, leit eftir að allt færi samkvæmt því sem hann vildi. Hvar ert þú Holtastaða Jóhann kallaði hann yfir hópinn, en þar sem hann var í öftustu röð skipaði hann honum að koma í fremstu röð þannig að ekkert færi fram hjá honum. Einum viðstaddra var undir athöfn það á að líta aðeins af þessum miðpunkti, sýslumaður laust hann kinnhest með hanska sínum. „Það má enginn undan líta.“

Friðrik var fyrst leiddur hingað upp. Sýslumaður las honum dómsorð, og að loknum öðrum formsatriðum reiddi böðullinn exi, haus féll frá búk, blóð spýttist, rann á eftir höfði, sem rúllaði í átt að mönnunum sem hnípnir stóðu hjá, lífvana augu störðu úr blóðugu höfði. .... Þegar menn sem til höfðu verið skikkaðir höfðu fjarlægt líkama, höfuð og blóðugt klæði, sem breitt hafði verið yfir höggstokkinn var Agnes leidd hingað upp. Hennar gæslumenn höfðu beðið með hana bak við hól í nágrenninu. Hugsanlega þennan, hugsanlega hól í meiri fjarlægð. Agnes bað að sleppt yrði að lesa dómsorð, athöfn flýtt sem mest. Hún lagði höfuð á höggstokk, endurtekin athöfn, höfuð flaug, blóð rann.

Að þessari athöfn lokinni tóku þeir menn sem til verka höfðu verið skikkaðir höfuðin, settu á stjaka, andlit átti að snúa að alfaraleið samkvæmt lögum þess tíma. Líkaman settir í kistur og þær grafnar hér í nágrenni við höggstokkinn. Hver fór til sín heima.

Það fór enginn ósnortinn frá þessari athöfn. Lýst er í sögnum að Sigfús Bergmann hreppstjóri á Þorkelshóli kom heim að lokinni aftöku og gekk beint til afhýsis síns inn af baðstofunni án þess að taka af sér vettlingana eða sleppa svipunni. Hann leit hvorki til hægri né vinstri og kastaði ekki kveðju á nokkurn mann en heimilisfólki virtist sem hragl hryti af augum hans og enginn þorði að varpa á hann orði, sátu agndofa. Hann var þó ekki blautgeðja maður, eins og segir í sögum frá þeim tíma

Þegar menn vöknuðu næsta morgun sáu þeir sem hér áttu leið um, að höfuðin voru horfin af stjökunum. Auðvitað var það rán, ýmsum hefur þótt furðulegt að sýslumaður virðist ekkert hafa gert í því að rannsaka það mál. Hugsanlega hefur þessi málarekstur tekið svo á þennan unga sýslumann að hann hafi ekki haft þrek að halda málinu áfram. Hugsanlega hafði það áhrif að fljótt kom sú saga á kreik að húsfrúin á Þingeyrum hefði sent vinnumann sinn í skjóli nætur til að taka höfuðin og færa í Þingeyrakirkjugarð. Þau Þingeyrahjón, Guðrún og Björn Ólsen voru vinafólk sýslumanns. Árin liðu, gras greri yfir gröfina og flest ummerki hurfu, nema þessi upphleðsla sem enn stendur hér á hólnum.

--- Skilaboð að handan. ---

104 árum síðar, vorið 1934 kemur maður að nafni Guðmundur Hofdal í Sveinsstaði og spyr eftir Magnúsi gamla. Það var afi minn. Segir honum að hann sé kominn eftir beiðni frá Agnesi til að biðja hann að hjálpa til við að leita að gröfinni. Leyfi væri fengið frá yfirvöldum til að grafa þau upp og flytja í Tjarnarkirkjugarð. Afi sagðist ekkert vita hvar beinin væru, það gæti verið mikið verk að finna þau einhvers staðar í nágrenni við aftökustaðinn.

Við eldhúsborðið á Sveinsstöðum, í húsinu þar sem ég ólst upp í og við borðið, sem var í eldhúsinu langt fram á minn búskap, sagði Guðmundur afa og öðru heimilisfólki frá þessari beiðni Agnesar. Beiðnin kom gegnum síendurtekna ósjálfráða skrift miðils. Sá miðill reyndi lengi vel að hunsa þessa síendurteknu beiðni um aðstoð. Að lokum lét hún undan og ræddi málið við nána vini. Þess vegna var Guðmundur kominn í Sveinsstaði. Nafn miðilsins kom hins vegar ekki fram, hún vildi halda sig til hlés í þessu máli, en síðar var upplýst hver hún var.

Þrennt er það sem skiptir að mínu mati sérstöku máli í þessari frásögn.

1. Agnes sagði í hvaða átt frá aftökupallinum gröfin væri, m.a. með þeim orðum að það væri í hásumar sólsetursátt frá honum séð.

2. Hún sagði að vinnumaðurinn frá þingeyrum hefði að sönnu farið að Þrístöpum um nóttina en hann hefði grafið höfuðin þar sem kisturnar voru í stað þess að bera þau að Þingeyrum.

3. Hann náði ekki mínu höfði af stjakanum sagði í þessari ósjálfráðu skrift. Hann braut því stjakann í höfði mínu skrifaði Agnes í gegnum miðilinn.

Í dagbók sem Guðundur skrifaði að kvöldi þessa fyrsta dags á Sveinsstöðum sagði hann að sér væri létt að Magnús gamli væri til og hann lýsti sig reiðubúinn að hjálpa til við leitina. „hins vegar sá ég á svip hans að hann legði lítinn trúnað á söguna um höfuðin“, svo sterk saga hafði lifað að þau væru í Þingeyrakrikjugarði.

-- uppgröftur ---

Að morgni næsta dags fóru afi og pabbi þá 19 ára gamall með Guðmundi hingað. Eftir ábendingu Agnesar var ljóst að gröfin væri í norðvestur átt frá aftökupallinum. Afi var með járnstangir sem þeir ráku niður þar til tré fannst undir. Það tók aðeins stundarfjórðung og gröftur hófst.

Það fyrsta sem fannst, áður en komið var niður á kisturnar voru höfuðkúpurnar og við aðra þeirra lá 10 cm langt spítubrot. Gröfin sést ennþá vel. Guðmundur Hofdal vildi ekki moka ofan í hana aftur ef menn vildu rannsaka frekar. Hirti raunar ekki um að sérhvert bein væri tekið, athöfnin var samkvæmt skrifum Agnesar frekar hugsuð sem táknræn, beiðni um að hugur fólks mildaðist í hennar garð og í garð þeirra Friðriks.

Góðir gestir, nú förum við til Hvammstanga, hlýðum á saksóknara sækja þetta mál, heyrum hvernig verjendur verja og dómarar dæma. Hvernig sem sú niðurstaða verður mun sagan lifa áfram. Það er svo margt í þessari sögu, ekki aðeins harður dómur og hrikaleg aðgerð hér á Þrístöpum 1830 og skilaboðin að handan sem leiddu til uppgröftsins. Það er ekki síður forleikurinn, ástir afbrýði, ágirnd, Þekkja ekki allir hvernig hver þessara þátta getur einn og sér haft mikil áhrif á líf fólks, en þessir þrír þættir, ástir, afbrýði, ágirnd, spunnust allir saman í baðstofunni á Illugastöðum veturinn 1828, sem leiddi til voðaverkanna og eftirleiksins. Þess vegna eru þið hér í dag.

Takk fyrir komuna hingað.

Höf. rzg
 
Prenta Prenta  
 
Til baka
 

©2024 Húnahornið