Ný stjórn Blöndu. Mynd: FB/Bjf.Blanda
Ný stjórn Blöndu. Mynd: FB/Bjf.Blanda
Fréttir | 12. apríl 2024 - kl. 13:25
Starf og rekstur björgunarfélagsins gengur vel

Aðalfundur Björgunarfélagsins Blöndu var haldinn í vikunni og að því er fram kemur á facebooksíðu félagsins var mæting félaga mjög góð, bæði hjá gömlum og nýjum. Þar segir að starf félagsins gangi mjög vel sem og rekstur þess. Húsnæði félagsins hafi tekið til sín mikinn tíma félaga en nú sé markmiðið að efla starfið enn frekar. Ný stjórn var kosin á fundinum og var þeim sem stigu til hliðar færðar þakkir fyrir óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Ný stjórn Björgunarfélagsins Blöndu:
Þorgils Magnússon formaður
Ólafur Sigfús Benediktsson varamaður
Óli Valur Guðmundsson varamaður
Hjálmar Björn Guðmundsson varaformaður
Björn Svanur Þórisson meðstjórnandi
Kristófer Kristjánsson gjaldkeri
Ármann Óli Birgisson ritari

Höf. rzg

Húnahornið - Fréttavefur allra Húnvetninga